Viðskipti erlent

BBC flytur verkþætti til Indlands

Anddyri höfuðstöðva BBC í Lundúnum í Bretlandi.
Anddyri höfuðstöðva BBC í Lundúnum í Bretlandi. Mynd/AFP
Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur ákveðið að útvista hluta af starfsemi sinni á Indlandi. Með aðgerðinni er horft til þess að spara um 20 milljónir punda, tæplega 2,6 milljarða krónur, á næstu tíu árum.

Á meðal þess rekstursins eru launaútreikningar og önnur fjármálatengd starfsemi en hún verður næsta áratuginn gerð á vegum fyrirtækisins Xansa í borginni Chennai á Indlandi. Einkafyrirtæki hefur áður unnið þessi verk fyrir breska ríkisútvarpið.

Þeir fjármunir sem sparast munu verða veittir til aukinnar þjónustu ríkisútvarpsins, að sögn forsvarsmanna þess.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×