Málsmeðferðartími efnahagsbrotadeildar of langur 24. október 2006 12:30 MYND/Róbert Málsmeðferðartími hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra er almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannaríkjunum og það eiga íslensk stjórnvöld ekki að sætta sig við segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt á Ríkislögreglustjóra. Ríkisendurskoðun leggur til aukna samvinnu Ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra í rannsókn alvarlegra skattalagabrota. Þá telur Ríkisendurskoðun æskilegt að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og hlutverk ríkislögreglustjóra innan hennarí ljósi aukins kostnaðar hjá embættinu á undanförnum árum. Embætti Ríkislögreglustjóra var komið á fót fyrir níu árum og segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar að það hafi stuðlað að margvíslegum framförum innan lögreglunnar. Bent er á að vegna síaukinni verkefna Ríkislögreglustjóra hafi starfsmannafjöldi embættisins þrefaldast frá stofnun þess og raunkostnaður þess fjórfaldast á árunum 1998-2005. Kostnaðaraukningin hafi að hluta til leitt til lægir kostnaðar hjá öðrum lögregluembættum en kostnaðarþróun bendi til þess að stjórnvöld hafi átt erfitt með að sjá fyrir sér framtíðarhlutverk þess og þróun verkefna frá ári til árs. Til þess sama bendir einnig óvenju hátt hlutfall viðbótarfjárheimilda af heildarframlögum til embættisins. Því vill Ríkisendurskoðun að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og hlutverk Ríkislögreglustjóra innan hennar og nefnir tvær leiðir í því sambandi. Annaðhvort að fela Ríkislögreglustjóra stjórnunarlega ábyrgð á lögreglunni í heild sinni gagnvart dómsmálaráðherra, líkt og í Danmörku, eða gera embættið að hreinræktaðri stoð- og eftirlitsstofnun sem yrði skipulagslega hliðsett öðrum lögregluembættum. Bent er á í skýrslu Ríkisendurskoðunar að bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra sé langstærsta þjónustuverkefni stofnunarinnar. Miðstöðin annast rekstur, viðhald og endurnýjun lögreglubíla í landinu. Hún hafi fengið fjórðung af framlögum til embættisins árið 2005 en rekstrarerfiðleikar hafi þó augljóslega bitnað á getu hennar til að endurnýja ökutæki í samræmi við markmið embættisins. Telur Ríkisendurskoðun að með þessu móti sé verið að velta vandanum á undan sér. Í umfjöllun um efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra segir Ríkisendurskoðun að unndanfarin ár hafi gengið betur en áður að afgreiða jafnóðum þau mál sem berist deildinni og megi rekja það til fjölgun starfsmanna og þess að reynt hefur verið að miða inntöku mála við afkastagetu deildarinnar. „Engu að síður var hlutfall lokinna mála af þeim málum sem bárust deildinni á árunum 2001-2005 mun lægra en hjá þeim stofnunum í Noregi og Svíþjóð sem sinna svipuðum verkefnum. Þá var málsmeðferðartími efnahagsbrotamála almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannalöndum okkar. Ríkisendurskoðun telur að íslensk stjórnvöld eigi ekki að sætta sig við slíkt og bendir á nokkrar leiðir til úrbóta, meðal annars mætti breyta fyrirkomulagi á rannsókn alvarlegra skattalagabrota með því að auka samvinnu ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra," segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar vegna skýrslunnar. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
Málsmeðferðartími hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra er almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannaríkjunum og það eiga íslensk stjórnvöld ekki að sætta sig við segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt á Ríkislögreglustjóra. Ríkisendurskoðun leggur til aukna samvinnu Ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra í rannsókn alvarlegra skattalagabrota. Þá telur Ríkisendurskoðun æskilegt að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og hlutverk ríkislögreglustjóra innan hennarí ljósi aukins kostnaðar hjá embættinu á undanförnum árum. Embætti Ríkislögreglustjóra var komið á fót fyrir níu árum og segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar að það hafi stuðlað að margvíslegum framförum innan lögreglunnar. Bent er á að vegna síaukinni verkefna Ríkislögreglustjóra hafi starfsmannafjöldi embættisins þrefaldast frá stofnun þess og raunkostnaður þess fjórfaldast á árunum 1998-2005. Kostnaðaraukningin hafi að hluta til leitt til lægir kostnaðar hjá öðrum lögregluembættum en kostnaðarþróun bendi til þess að stjórnvöld hafi átt erfitt með að sjá fyrir sér framtíðarhlutverk þess og þróun verkefna frá ári til árs. Til þess sama bendir einnig óvenju hátt hlutfall viðbótarfjárheimilda af heildarframlögum til embættisins. Því vill Ríkisendurskoðun að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og hlutverk Ríkislögreglustjóra innan hennar og nefnir tvær leiðir í því sambandi. Annaðhvort að fela Ríkislögreglustjóra stjórnunarlega ábyrgð á lögreglunni í heild sinni gagnvart dómsmálaráðherra, líkt og í Danmörku, eða gera embættið að hreinræktaðri stoð- og eftirlitsstofnun sem yrði skipulagslega hliðsett öðrum lögregluembættum. Bent er á í skýrslu Ríkisendurskoðunar að bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra sé langstærsta þjónustuverkefni stofnunarinnar. Miðstöðin annast rekstur, viðhald og endurnýjun lögreglubíla í landinu. Hún hafi fengið fjórðung af framlögum til embættisins árið 2005 en rekstrarerfiðleikar hafi þó augljóslega bitnað á getu hennar til að endurnýja ökutæki í samræmi við markmið embættisins. Telur Ríkisendurskoðun að með þessu móti sé verið að velta vandanum á undan sér. Í umfjöllun um efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra segir Ríkisendurskoðun að unndanfarin ár hafi gengið betur en áður að afgreiða jafnóðum þau mál sem berist deildinni og megi rekja það til fjölgun starfsmanna og þess að reynt hefur verið að miða inntöku mála við afkastagetu deildarinnar. „Engu að síður var hlutfall lokinna mála af þeim málum sem bárust deildinni á árunum 2001-2005 mun lægra en hjá þeim stofnunum í Noregi og Svíþjóð sem sinna svipuðum verkefnum. Þá var málsmeðferðartími efnahagsbrotamála almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannalöndum okkar. Ríkisendurskoðun telur að íslensk stjórnvöld eigi ekki að sætta sig við slíkt og bendir á nokkrar leiðir til úrbóta, meðal annars mætti breyta fyrirkomulagi á rannsókn alvarlegra skattalagabrota með því að auka samvinnu ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra," segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar vegna skýrslunnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira