Morenatti látinn laus 24. október 2006 21:47 Emilio Morenatti, ljósmyndari AP, að störfum á Gaza-svæðinu í fyrra. MYND/AP Palestínskir byssumenn hafa látið spænska ljósmyndarann Emilio Morenatti lausann úr gíslingu. Morenatti, sem vinnur fyrir Associated Press, var rænt á Gaza-svæðinu í dag og haldið í gíslingu í tæpar 13 klukkustundir. Það var þrýstingur frá ráðamönnum Palestínumanna sem tryggi lausn hins 37 ára gamla Morenattis. Fjórir byssumenn gripu Morenatti þar sem hann var á leið út úr íbúð sinni á Gaza og bifreið á vegum AP í morgun. Hann var fluttur yfir í annan bíl og honum ekið á brott í skyndi. Enginn krafa var gerð um lausnargjald og ekki var í fyrstu vitað hverjir rændu honum. Það voru fulltrúar úr heimastjórn Hamas og Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, sem þrýstu á um lausn Morenattis. Vitni segja að hann hafi verið fluttur á skrifstofu Abbasar í Gaza í kvöld en þangað hafi hann komið í fylgd háttsettra fulltrúa öryggissveita Palestínumanna. Tawfiq Abu Khoussa, talsmaður Fatah-hreyfingarinnar, segir mannræningjanna hafa framselt Morenatti til öryggissveitarmanna. Talsmaður á skrifstofu Ismails Haniyehs, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, hefur eftir forsætisráðherranum að vitað sé hverjir hafi rænt Morenatti og að þeir verði sóttir til saka. Haniyeh mun hafa þakkað innaríkisráðherra í stjórn hans og öryggissveitarmönnum fyrir það hafa lagt hönd á plóg til að tryggja lausn Morenattis. Morenatti, sem er frá Jerez á Spáni, hefur unnið fyrir AP í Jerúsalme síðan í fyrra. Fawzi Barhoum, talsmaður Hamas, sagði fyrr í dag að ránið á honum myndi ekki gagnast málstað Palestínumanna. Aðgerðir mannræningjanna gangi gegn menningu og trú Palestínumanna. Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, hafði samband við Abbas, forseta, og aðra fulltrúa Palestínumanna í dag vegna málsins. Flestir þeir útlendingar sem hafa lent í klóm palestínskra mannræningja hafa fengið frelsi á ný nokkrum klukkustundum síðar, í lengsta lagi nokkrum dögum eftir að þeim var rænt. Fyrr í mánuðinum rændu byssumenn bandarískum námsmanni sem var að vinna sem sjálfboðaliði á Vesturbakkanum. Hann var látinn laus skömmu síðar. Fréttamanni og myndatökumanni Fox fréttastöðvarinnar var rænt á Gaza-svæðinu í ágúst. Þeir voru í haldi í 2 vikur áður en þeir voru látnir lausir. Erlent Fréttir Mest lesið Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Palestínskir byssumenn hafa látið spænska ljósmyndarann Emilio Morenatti lausann úr gíslingu. Morenatti, sem vinnur fyrir Associated Press, var rænt á Gaza-svæðinu í dag og haldið í gíslingu í tæpar 13 klukkustundir. Það var þrýstingur frá ráðamönnum Palestínumanna sem tryggi lausn hins 37 ára gamla Morenattis. Fjórir byssumenn gripu Morenatti þar sem hann var á leið út úr íbúð sinni á Gaza og bifreið á vegum AP í morgun. Hann var fluttur yfir í annan bíl og honum ekið á brott í skyndi. Enginn krafa var gerð um lausnargjald og ekki var í fyrstu vitað hverjir rændu honum. Það voru fulltrúar úr heimastjórn Hamas og Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, sem þrýstu á um lausn Morenattis. Vitni segja að hann hafi verið fluttur á skrifstofu Abbasar í Gaza í kvöld en þangað hafi hann komið í fylgd háttsettra fulltrúa öryggissveita Palestínumanna. Tawfiq Abu Khoussa, talsmaður Fatah-hreyfingarinnar, segir mannræningjanna hafa framselt Morenatti til öryggissveitarmanna. Talsmaður á skrifstofu Ismails Haniyehs, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, hefur eftir forsætisráðherranum að vitað sé hverjir hafi rænt Morenatti og að þeir verði sóttir til saka. Haniyeh mun hafa þakkað innaríkisráðherra í stjórn hans og öryggissveitarmönnum fyrir það hafa lagt hönd á plóg til að tryggja lausn Morenattis. Morenatti, sem er frá Jerez á Spáni, hefur unnið fyrir AP í Jerúsalme síðan í fyrra. Fawzi Barhoum, talsmaður Hamas, sagði fyrr í dag að ránið á honum myndi ekki gagnast málstað Palestínumanna. Aðgerðir mannræningjanna gangi gegn menningu og trú Palestínumanna. Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, hafði samband við Abbas, forseta, og aðra fulltrúa Palestínumanna í dag vegna málsins. Flestir þeir útlendingar sem hafa lent í klóm palestínskra mannræningja hafa fengið frelsi á ný nokkrum klukkustundum síðar, í lengsta lagi nokkrum dögum eftir að þeim var rænt. Fyrr í mánuðinum rændu byssumenn bandarískum námsmanni sem var að vinna sem sjálfboðaliði á Vesturbakkanum. Hann var látinn laus skömmu síðar. Fréttamanni og myndatökumanni Fox fréttastöðvarinnar var rænt á Gaza-svæðinu í ágúst. Þeir voru í haldi í 2 vikur áður en þeir voru látnir lausir.
Erlent Fréttir Mest lesið Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira