Ekki gripið til óhóflegrar valdbeitingar segir lögreglustjóri 24. október 2006 23:26 Óeirðalögreglumenn við þinghúsið í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í dag. MYND/AP Peter Gergenyi, lögreglustjóri í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, segir lögreglumenn ekki hafa gripið til óhóflegrar valdbeitingar til að hafa hemil á mótmælendum í borginni í gær. Hann segir að lögreglumenn hafi þurft að grípa til aðgerða en þeir hafi í alla staði farið að lögum. Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og beittu táragasi og vatnssprautum gegn mótmælendum í gærkvöldi. Fólkið hafði safnast saman til að lýsa andúð sinni á ríkisstjórninni, daginn sem Ungverjar minntust 50 ára afmælis skammlífrar uppreisnar gegn Sovétríkjunum. Gergenyi segir að almenningur ætti frekar að þakka lögreglunni fyrir að hafa gripið til aðgerða í stað þess að leita logandi ljósi að mistökum við meðhöndlun mótmælenda. Hann segir lögreglumenn hafa fundið eldhúshnífa, járnstangir, flugelda og slöngvur á þeim stað þar sem stjórnarandstæðingar hafi haldið til í 5 vikur, eða frá því upp úr sauð þegar uppljóstrað var um að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra, hefði logið að þjóðinni í aðdraganda síðustu þingkosninga. Þá kom til átaka. Lögreglustjórinn segir að efni til sprengjugerðar hafi einnig fundist. Auk alls þessa hefðu tjaldbúðir mótmælenda fengið að standa lengur en veitt leyfi sagði til um. Mikil spenna hefur verið í borginni í dag eftir átök gærdagsins og kvöldsins. 128 munu hafa særst í átökunum, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Lögregla mun hafa handtekið 130 mótmælendur. Búið er að girða af svæðið við þinghúsið þar sem mótmælendur hafa haldið til í rúman mánuð. Gyurcsany, forsætisráðherra, hefur látið kröfur um afsögn sem vind um eyru þjóta og sagt mótmælendur tilheyra háværum minnihlutahópi. Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins segir hins vegar að öll þjóðin sé andsnúin ólöglegri ríkisstjórn forsætisráðherrans. Erlent Fréttir Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Peter Gergenyi, lögreglustjóri í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, segir lögreglumenn ekki hafa gripið til óhóflegrar valdbeitingar til að hafa hemil á mótmælendum í borginni í gær. Hann segir að lögreglumenn hafi þurft að grípa til aðgerða en þeir hafi í alla staði farið að lögum. Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og beittu táragasi og vatnssprautum gegn mótmælendum í gærkvöldi. Fólkið hafði safnast saman til að lýsa andúð sinni á ríkisstjórninni, daginn sem Ungverjar minntust 50 ára afmælis skammlífrar uppreisnar gegn Sovétríkjunum. Gergenyi segir að almenningur ætti frekar að þakka lögreglunni fyrir að hafa gripið til aðgerða í stað þess að leita logandi ljósi að mistökum við meðhöndlun mótmælenda. Hann segir lögreglumenn hafa fundið eldhúshnífa, járnstangir, flugelda og slöngvur á þeim stað þar sem stjórnarandstæðingar hafi haldið til í 5 vikur, eða frá því upp úr sauð þegar uppljóstrað var um að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra, hefði logið að þjóðinni í aðdraganda síðustu þingkosninga. Þá kom til átaka. Lögreglustjórinn segir að efni til sprengjugerðar hafi einnig fundist. Auk alls þessa hefðu tjaldbúðir mótmælenda fengið að standa lengur en veitt leyfi sagði til um. Mikil spenna hefur verið í borginni í dag eftir átök gærdagsins og kvöldsins. 128 munu hafa særst í átökunum, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Lögregla mun hafa handtekið 130 mótmælendur. Búið er að girða af svæðið við þinghúsið þar sem mótmælendur hafa haldið til í rúman mánuð. Gyurcsany, forsætisráðherra, hefur látið kröfur um afsögn sem vind um eyru þjóta og sagt mótmælendur tilheyra háværum minnihlutahópi. Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins segir hins vegar að öll þjóðin sé andsnúin ólöglegri ríkisstjórn forsætisráðherrans.
Erlent Fréttir Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira