Enn fækkar áhorfendum á Ítalíu 25. október 2006 16:45 Áhorfendum hefur fagnað gríðarlega á leikjum í ítölsku A-deildinni á síðustu árum NordicPhotos/GettyImages Svo virðist sem knattspyrnuáhugamenn á Ítalíu séu að snúa baki við keppni í A deildinni þar í landi ef marka má nýlega könnun blaðsins Gazzetta dello Sport, en sigur Ítala á HM í sumar hefur ekki komið í veg fyrir að áhorfendatölur í deildinni hafa lækkað níunda keppnistímabilið í röð. Meðaláhorfendafjöldi á leikjum í A-deildinni það sem af er í vetur er aðeins 19,511 manns á leik og er það hvorki meira né minna en 11,650 hausum færra að meðaltali á leik síðan keppnistímabilið 1997-98 þegar meðalfjöldinn á leik í A-deildinni var 31,161. Talið er að vera Juventus í B-deildinni í ár hafi sitt að segja í að lækka meðaltalið að þessu sinni, en áhorfendafjöldi á leik liðsins hefur ótrúlegt en satt aukist um rúm 20% síðan liðið féll í B-deildina, svo ekki er eintóm gúrka á þeim bænum. Ítalska blaðið bendir á að ólæti meðal stuðningsmanna, sjónvarpsútsendingar, hátt miðaverð og spilling séu aðalástæður þess að færri komi á leiki nú en áður - en bendir á að það sé áhyggjuefni að aðsókn sé þvert á móti að aukast í löndum eins og Englandi og á Spáni. Það hefur líka sitt að segja þegar áhorfendafjöldinn er skoðaður að mörg af stóru liðunum á Ítalíu eru nú í B-deildinni en þar spila nú Genoa, Napoli, Verona og Bologna - auk Juventus. Í efstu deildinni eru hinsvegar smálið eins og Empoli sem fær að jafnaði 6,725 áhorfendur á leik, Chievo með 8,589 áhorfendur og Siena sem fær að jafnaði 9,874 áhorfendur á hvern leik. Erlendar Fótbolti Ítalski boltinn Íþróttir Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Svo virðist sem knattspyrnuáhugamenn á Ítalíu séu að snúa baki við keppni í A deildinni þar í landi ef marka má nýlega könnun blaðsins Gazzetta dello Sport, en sigur Ítala á HM í sumar hefur ekki komið í veg fyrir að áhorfendatölur í deildinni hafa lækkað níunda keppnistímabilið í röð. Meðaláhorfendafjöldi á leikjum í A-deildinni það sem af er í vetur er aðeins 19,511 manns á leik og er það hvorki meira né minna en 11,650 hausum færra að meðaltali á leik síðan keppnistímabilið 1997-98 þegar meðalfjöldinn á leik í A-deildinni var 31,161. Talið er að vera Juventus í B-deildinni í ár hafi sitt að segja í að lækka meðaltalið að þessu sinni, en áhorfendafjöldi á leik liðsins hefur ótrúlegt en satt aukist um rúm 20% síðan liðið féll í B-deildina, svo ekki er eintóm gúrka á þeim bænum. Ítalska blaðið bendir á að ólæti meðal stuðningsmanna, sjónvarpsútsendingar, hátt miðaverð og spilling séu aðalástæður þess að færri komi á leiki nú en áður - en bendir á að það sé áhyggjuefni að aðsókn sé þvert á móti að aukast í löndum eins og Englandi og á Spáni. Það hefur líka sitt að segja þegar áhorfendafjöldinn er skoðaður að mörg af stóru liðunum á Ítalíu eru nú í B-deildinni en þar spila nú Genoa, Napoli, Verona og Bologna - auk Juventus. Í efstu deildinni eru hinsvegar smálið eins og Empoli sem fær að jafnaði 6,725 áhorfendur á leik, Chievo með 8,589 áhorfendur og Siena sem fær að jafnaði 9,874 áhorfendur á hvern leik.
Erlendar Fótbolti Ítalski boltinn Íþróttir Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira