Stoð kippt undan Hornafirði 25. október 2006 20:45 Verið er að kippa einni stoðinni undan samfélaginu að ástæðulausu, segja bæjaryfirvöld á Hornafirði um þá ákvörðun að segja upp starfsmönnum ratsjárstöðvarinnar á Stokksnesi. Þau segja yfirvöld ekki geta fríað sig ábyrgð og bent á bandaríska herinn. Í ratsjársstöðinni á Stökksnesi unnu áður 8 tæknimenn. Nú eru þeir 4 og stefnir í að enginn verði eftir. Bæjaryfirvöld á Hornafirði eru afar ósátt við það og telja ríkari ástæðu til að halda þessari stöð gangandi en nokkurri annarri. Stokksnes er nær flugumferð en hinar landsbyggðarstöðvarnar og það telja Hornfirðingar mikilvægt. Það sé því algerlega ástæðulaust að loka stöðinni eða fjarstýra henni frá Miðnesheiði. Samfélagslegu rökin vega einnig þungt. Árni Rúnar Þorvaldsson, forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar, segir mörg afleidd storf af starfseminni á Stokksnesi. Uppsagnirnar hafi því mikil áhrif út í allt samfélagið. Árni segir ríkið nýbúið að skrifa undir viljayfirlýsingu um vaxtarsamning á Austurlandi, með áherslu á jaðarbyggðir. Þetta sé ekki til að vekja traust og trú á sönnum vilja ríkisins til að byggja upp. Hann segir yfirvöld og Ratsjárstofnun skýla sér á bakvið bandaríska herinn, sem standist ekki þar sem Ratsjárstofnun lúti íslenskum yfirvöldum sem sé í lófa lagið að greiða úr málunum. Árni segir sárgrætilegast í þessu máli að Hornfirðingar hafi ekki farið fram á stóriðju eða miklar breytingar á sínum högum. Hér sé hins vegar verið að kippa einni stoðinni undan samfélaginu og það eigi íbúar erfitt með að sætta sig við. Utanríkisráðherra sagði á Alþingi í siðustu viku að hún teldi ekki hægt að koma í veg fyrir uppsagnirnar. Bandaríkjamenn greiði kostnað við ratsjáreftirlit og þar hafi verið gerð krafa um hagræðingu í rekstrinum. Tæknilega sé nú hægt að halda uppi fjareftirliti frá einni stöð og það sé ódýrara. Bæjarstjórnin á Hornafirði hefur farið fram á viðræður um mótvægisaðgerðir. Hið sama gildir um Langanesbyggð og Bolungarvík, en stöðvunum á Gunnólfsvíkurfjalli og Bolafjalli verður einnig stýrt frá Miðnesheiði. Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Verið er að kippa einni stoðinni undan samfélaginu að ástæðulausu, segja bæjaryfirvöld á Hornafirði um þá ákvörðun að segja upp starfsmönnum ratsjárstöðvarinnar á Stokksnesi. Þau segja yfirvöld ekki geta fríað sig ábyrgð og bent á bandaríska herinn. Í ratsjársstöðinni á Stökksnesi unnu áður 8 tæknimenn. Nú eru þeir 4 og stefnir í að enginn verði eftir. Bæjaryfirvöld á Hornafirði eru afar ósátt við það og telja ríkari ástæðu til að halda þessari stöð gangandi en nokkurri annarri. Stokksnes er nær flugumferð en hinar landsbyggðarstöðvarnar og það telja Hornfirðingar mikilvægt. Það sé því algerlega ástæðulaust að loka stöðinni eða fjarstýra henni frá Miðnesheiði. Samfélagslegu rökin vega einnig þungt. Árni Rúnar Þorvaldsson, forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar, segir mörg afleidd storf af starfseminni á Stokksnesi. Uppsagnirnar hafi því mikil áhrif út í allt samfélagið. Árni segir ríkið nýbúið að skrifa undir viljayfirlýsingu um vaxtarsamning á Austurlandi, með áherslu á jaðarbyggðir. Þetta sé ekki til að vekja traust og trú á sönnum vilja ríkisins til að byggja upp. Hann segir yfirvöld og Ratsjárstofnun skýla sér á bakvið bandaríska herinn, sem standist ekki þar sem Ratsjárstofnun lúti íslenskum yfirvöldum sem sé í lófa lagið að greiða úr málunum. Árni segir sárgrætilegast í þessu máli að Hornfirðingar hafi ekki farið fram á stóriðju eða miklar breytingar á sínum högum. Hér sé hins vegar verið að kippa einni stoðinni undan samfélaginu og það eigi íbúar erfitt með að sætta sig við. Utanríkisráðherra sagði á Alþingi í siðustu viku að hún teldi ekki hægt að koma í veg fyrir uppsagnirnar. Bandaríkjamenn greiði kostnað við ratsjáreftirlit og þar hafi verið gerð krafa um hagræðingu í rekstrinum. Tæknilega sé nú hægt að halda uppi fjareftirliti frá einni stöð og það sé ódýrara. Bæjarstjórnin á Hornafirði hefur farið fram á viðræður um mótvægisaðgerðir. Hið sama gildir um Langanesbyggð og Bolungarvík, en stöðvunum á Gunnólfsvíkurfjalli og Bolafjalli verður einnig stýrt frá Miðnesheiði.
Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira