Héraðsdómur vísar frá kröfu ÖBÍ 27. október 2006 12:05 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af kröfu Öryrkjabandalags Íslands vegna meintra vanefnda á samkomulagi sem stjórnvöld og bandalagið gerðu árið 2003. Lögmaður Öryrkjabandalagsins telur líklegt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Forsaga málsins er sú að í mars árið 2003 kynntu heilbrigðisráðherra og þáverandi formaður Öryrkjabandalagsins samkomulag um hækkun örorkulífeyris. Gerði það ráð fyrir að grunnlífeyrir þeirra sem metnir hefðu verið 75 prósent öryrkjar eða meira og væru yngri en átján ára yrði tvöfaldaður en að lífeyrisviðbót færi stiglækkandi ár frá ári fram til sextíu og sex ára aldurs. Fyrrverandi formaður Örykjabandalagsins benti á að Tryggingastofnun hefði talið að samkomulagið gæti kostað ríkið um einn og hálfan milljarð en þegar mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004 var aðeins gert ráð fyrir einum milljarði. Taldi Öryrkjabandalagið að með þessu hefði íslenska ríkið ekki efnt samkomulagið og höfðaði mál. Dómur féll í málinu 10. maí síðastliðinn þar sem aðalkröfu öryrkja um að efni samkomulagsins yrði viðurkennt og heilbrigðisráðherra yrði gert að leggja fram frumvarp til að efna samkomulagið var vísað frá. Hins vegar ákvað dómurinn að taka fyrir varakröfu Öryrkjabandalagsins um úrskurðað yrði um greiðsluskyldu yfirvalda vegna samkomulagsins, þ.e. hvort heilbrigðisráðherra hefði skuldbundið ríkið til að greiða að fullu það sem bandalagið fór fram á. Vísaði Örykjabandalagið meðal annars til eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar máli sínu til stuðnings og til þess að heilbrigðisráðherra hefði lýst því yfir á Alþingi samkomulagið hefði ekki verið að fullu efnt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag segir að Örykjabandalagið hafi vitað að ráðherra hafi ekki vald samkvæmt lögum til að hækka bætur eða stofna nýjan bótaflokk. Til þess þurfi lagabreytingar. Bandalaginu hafi því átt að vera ljóst að yfirlýsingar ráðherra, hvort sem um er að ræða loforð, fyrirheit eða annað, geti ekki skuldbundið ríkissjóð. Dómurinn bendir enn fremur á að ráðherrar og ríkisstjórn hafa oft gefið fyrirheit um tilteknar lagabreytingar, oftast til að stuðla að gerð kjarasamninga og þá hafi iðulega verði samþykkt frumvörp á þingi fljotlega eftir slík fyrirheit. Aldrei hafi þó reynt á það fyrir dómi fyrr að slík fyrirheit séu skuldbindandi og segir dómurinn réttarvenju í þá veru ekki hafa myndast enda væri hún í verulegri andstöðu við grundvallarreglur stjórnskipunarinnar. Var því íslenska ríkið sýknað af kröfum Örykjabandalagsins. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Örykjabandalagsins, segir að nú muni hún setjast niður með forsvarsmönnum bandalagsins og fara yfir dóminn. Í kjölfarið verði ákveðið hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Telur Sigríður Rut líklegt að það verði gert. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af kröfu Öryrkjabandalags Íslands vegna meintra vanefnda á samkomulagi sem stjórnvöld og bandalagið gerðu árið 2003. Lögmaður Öryrkjabandalagsins telur líklegt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Forsaga málsins er sú að í mars árið 2003 kynntu heilbrigðisráðherra og þáverandi formaður Öryrkjabandalagsins samkomulag um hækkun örorkulífeyris. Gerði það ráð fyrir að grunnlífeyrir þeirra sem metnir hefðu verið 75 prósent öryrkjar eða meira og væru yngri en átján ára yrði tvöfaldaður en að lífeyrisviðbót færi stiglækkandi ár frá ári fram til sextíu og sex ára aldurs. Fyrrverandi formaður Örykjabandalagsins benti á að Tryggingastofnun hefði talið að samkomulagið gæti kostað ríkið um einn og hálfan milljarð en þegar mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004 var aðeins gert ráð fyrir einum milljarði. Taldi Öryrkjabandalagið að með þessu hefði íslenska ríkið ekki efnt samkomulagið og höfðaði mál. Dómur féll í málinu 10. maí síðastliðinn þar sem aðalkröfu öryrkja um að efni samkomulagsins yrði viðurkennt og heilbrigðisráðherra yrði gert að leggja fram frumvarp til að efna samkomulagið var vísað frá. Hins vegar ákvað dómurinn að taka fyrir varakröfu Öryrkjabandalagsins um úrskurðað yrði um greiðsluskyldu yfirvalda vegna samkomulagsins, þ.e. hvort heilbrigðisráðherra hefði skuldbundið ríkið til að greiða að fullu það sem bandalagið fór fram á. Vísaði Örykjabandalagið meðal annars til eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar máli sínu til stuðnings og til þess að heilbrigðisráðherra hefði lýst því yfir á Alþingi samkomulagið hefði ekki verið að fullu efnt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag segir að Örykjabandalagið hafi vitað að ráðherra hafi ekki vald samkvæmt lögum til að hækka bætur eða stofna nýjan bótaflokk. Til þess þurfi lagabreytingar. Bandalaginu hafi því átt að vera ljóst að yfirlýsingar ráðherra, hvort sem um er að ræða loforð, fyrirheit eða annað, geti ekki skuldbundið ríkissjóð. Dómurinn bendir enn fremur á að ráðherrar og ríkisstjórn hafa oft gefið fyrirheit um tilteknar lagabreytingar, oftast til að stuðla að gerð kjarasamninga og þá hafi iðulega verði samþykkt frumvörp á þingi fljotlega eftir slík fyrirheit. Aldrei hafi þó reynt á það fyrir dómi fyrr að slík fyrirheit séu skuldbindandi og segir dómurinn réttarvenju í þá veru ekki hafa myndast enda væri hún í verulegri andstöðu við grundvallarreglur stjórnskipunarinnar. Var því íslenska ríkið sýknað af kröfum Örykjabandalagsins. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Örykjabandalagsins, segir að nú muni hún setjast niður með forsvarsmönnum bandalagsins og fara yfir dóminn. Í kjölfarið verði ákveðið hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Telur Sigríður Rut líklegt að það verði gert.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira