Viðræðurnar runnar í sandinn 11. nóvember 2006 14:14 Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons (í miðjunni), og Nabih Berri, þingforseti (til hægri), ráða ráðum sínum en Michel Aoun virðist öllum lokið. MYND/AP Viðræður stjórnmálafylkinga Líbanons um valdaskiptingu í landinu eru farnar út um þúfur eftir að núverandi ríkisstjórnarflokkar höfnuðu kröfum Hizbollah-samtakanna um að fá aukinn hlut í stjórn landsins. Leiðtogar Hizbollah telja sanngjarnt að hreyfingin fái aðild að ríkisstjórninni eftir að hafa borið hitann og þungann af átökunum við Ísraela í sumar og að lokum hrundið sókn þeirra. Þar sem fylking stjórnmálaflokka sem barist hefur gegn áhrifum Sýrlendinga í Líbanon hefur töglin og hagldirnar í ríkisstjórninni hafa kröfur Hizbollah-liða fallið í grýttan jarðveg, en samtökin hafa notið velvildar Sýrlendinga og Írana frá því að þau voru stofnuð. Hizbollah og bandamenn þeirra töpuðu í þingkosningunum í Líbanon sem fram fóru fyrir hálfu öðru ári en þær voru haldnar í kjölfar mikillar reiðiöldu í garð Sýrlendinga eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra. Sýrlendingum hefur verið kennt um tilræðið og herlið þeirra hrökklaðist frá Líbanon nokkrum mánuðum síðar. Núverandi ríkisstjórn var reiðubúin til að taka Michel Aoun, einn af leiðtogum kristinna og bandamann Hizbollah, inn í stjórninna en féllst ekki á að gefa eftir þriðjung sætanna stjórninni, enda hefði það veitt Hizbollah neitunarvald innan hennar. Óttast er að viðræðuslitin geti leitt til átaka á milli fylkinganna á götum höfuðborgarinnar Beirút. Jafnframt er talið að nú verðir erfiðara að koma á fót sérstökum dómsstól sem rétta á yfir þeim sem grunaðir eru um tilræðið við Hariri en stofnun hans er að beiðni Sameinuðu þjóðanna sem rannsakaði málið. Erlent Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Viðræður stjórnmálafylkinga Líbanons um valdaskiptingu í landinu eru farnar út um þúfur eftir að núverandi ríkisstjórnarflokkar höfnuðu kröfum Hizbollah-samtakanna um að fá aukinn hlut í stjórn landsins. Leiðtogar Hizbollah telja sanngjarnt að hreyfingin fái aðild að ríkisstjórninni eftir að hafa borið hitann og þungann af átökunum við Ísraela í sumar og að lokum hrundið sókn þeirra. Þar sem fylking stjórnmálaflokka sem barist hefur gegn áhrifum Sýrlendinga í Líbanon hefur töglin og hagldirnar í ríkisstjórninni hafa kröfur Hizbollah-liða fallið í grýttan jarðveg, en samtökin hafa notið velvildar Sýrlendinga og Írana frá því að þau voru stofnuð. Hizbollah og bandamenn þeirra töpuðu í þingkosningunum í Líbanon sem fram fóru fyrir hálfu öðru ári en þær voru haldnar í kjölfar mikillar reiðiöldu í garð Sýrlendinga eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra. Sýrlendingum hefur verið kennt um tilræðið og herlið þeirra hrökklaðist frá Líbanon nokkrum mánuðum síðar. Núverandi ríkisstjórn var reiðubúin til að taka Michel Aoun, einn af leiðtogum kristinna og bandamann Hizbollah, inn í stjórninna en féllst ekki á að gefa eftir þriðjung sætanna stjórninni, enda hefði það veitt Hizbollah neitunarvald innan hennar. Óttast er að viðræðuslitin geti leitt til átaka á milli fylkinganna á götum höfuðborgarinnar Beirút. Jafnframt er talið að nú verðir erfiðara að koma á fót sérstökum dómsstól sem rétta á yfir þeim sem grunaðir eru um tilræðið við Hariri en stofnun hans er að beiðni Sameinuðu þjóðanna sem rannsakaði málið.
Erlent Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira