Fulltrúi SÞ hitti leiðtoga Frelsishers Drottins 13. nóvember 2006 12:15 Yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum flaug í gær til fundar við uppreisnarleiðtoga frá Úganda, sem sakaður er um stríðsglæpi. Hann hefst við í Súdan og er sagður halda konum og börnum í gíslingu. Joseph Kony, leiðtogi Frelsishers Drottins í Úganda, hefst nú við í Súdan. Jan Egeland, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, flaug til fundar við hann í gær til að reyna að semja við hann um lausn kvenna og barna sem hreyfingin heldur föngum. Uppreins Frelsishersins í Úganda hófst fyrir um tveimur áratugum og hefur liðsmönnum hópsins verði kennt um morð, limlestingar og mannrán. Þeir eru sagðir hafa rænt börnum og þjálfað þau til voðaverka eða beitt þau kynferðislegu ofbeldi. Hjálparsamtök segja tvær milljónir íbúa í Úganda á vergangi vegna átakanna. Egeland er fyrsti háttsetti erindreki Sameinuðu þjóðanna sem fær að hitta Kony, sem vill nær enga fjölmiðlaathygli, af ótta við að hann verði sendur til Haag til að svara fyrir stríðsglæpi sem hann er sakaður um. Fundurinn var haldinn í kjarrlendi á hlutlausu svæði og mætti Kony þar í fylgd 30 lífvarða. Kony og Egeland tókust í hendur áður en þeirr ræddust við í 10 mínútur. Kony sagði engar konur eða börn í haldi hjá þeim, aðeins bardagamenn. Egeland segir þennan stutta fund í gær hafa verið mikilvægan. Uppreisnarmenn ætli að veita upplýsingar um fjölda kvenna og barna í búðum þeirra sem teljist þó ekki gíslar að mati Frelsishersins. Egeland vildi ekki ræða handtökuskipanir sem hafa verið gefnar út á hendur Kony og bandamönnum hans. Uppreisnarmenn vilja láta fella þær úr gildi áður en heildstætt friðarsamkomulag verði undirritað. Stjórnvöld í Úganda ætla hins vegar ekki að óska þess nema samkomulag verði undirritað á undan. Erlent Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fleiri fréttir Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sjá meira
Yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum flaug í gær til fundar við uppreisnarleiðtoga frá Úganda, sem sakaður er um stríðsglæpi. Hann hefst við í Súdan og er sagður halda konum og börnum í gíslingu. Joseph Kony, leiðtogi Frelsishers Drottins í Úganda, hefst nú við í Súdan. Jan Egeland, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, flaug til fundar við hann í gær til að reyna að semja við hann um lausn kvenna og barna sem hreyfingin heldur föngum. Uppreins Frelsishersins í Úganda hófst fyrir um tveimur áratugum og hefur liðsmönnum hópsins verði kennt um morð, limlestingar og mannrán. Þeir eru sagðir hafa rænt börnum og þjálfað þau til voðaverka eða beitt þau kynferðislegu ofbeldi. Hjálparsamtök segja tvær milljónir íbúa í Úganda á vergangi vegna átakanna. Egeland er fyrsti háttsetti erindreki Sameinuðu þjóðanna sem fær að hitta Kony, sem vill nær enga fjölmiðlaathygli, af ótta við að hann verði sendur til Haag til að svara fyrir stríðsglæpi sem hann er sakaður um. Fundurinn var haldinn í kjarrlendi á hlutlausu svæði og mætti Kony þar í fylgd 30 lífvarða. Kony og Egeland tókust í hendur áður en þeirr ræddust við í 10 mínútur. Kony sagði engar konur eða börn í haldi hjá þeim, aðeins bardagamenn. Egeland segir þennan stutta fund í gær hafa verið mikilvægan. Uppreisnarmenn ætli að veita upplýsingar um fjölda kvenna og barna í búðum þeirra sem teljist þó ekki gíslar að mati Frelsishersins. Egeland vildi ekki ræða handtökuskipanir sem hafa verið gefnar út á hendur Kony og bandamönnum hans. Uppreisnarmenn vilja láta fella þær úr gildi áður en heildstætt friðarsamkomulag verði undirritað. Stjórnvöld í Úganda ætla hins vegar ekki að óska þess nema samkomulag verði undirritað á undan.
Erlent Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fleiri fréttir Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sjá meira