Viðskipti innlent

Kaupþing spáir 7,1 prósents verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings spáir því í endurskoðaðri verðbólguspá sinni í dag að vísitala neysluverð hækki um 0,2 prósent í desember. Gangi spáin eftir fer 12 mánaða verðbólga hér á landi 7,1 prósent. Verðbólga mælist nú 7,3 prósent.

Greiningardeildin segir hlut húsnæðisliðs og hækkun á matvælaverði, þjónustu og fatnaði leggja mest til hækkunar á vísitölu neysluverðs en verðlækkun á eldsneytisverði vegur á móti. Þá er algengt að hótel og veitningastaðir hækki verðskrár sína í jólamánuðinum, að sögn greiningardeildarinnar auk þess sem búast megi við verðhækkun á fatnaði og skóm í mánuðinum líkt og í fyrra.

Verðbólguspá Kaupþings






Fleiri fréttir

Sjá meira


×