Fjöldi fólks hefur safnast saman við fimmtándu aldar kastala, rétt norðan við Róm á Ítalíu, þar sem búist er við að Hollywood leikararnir Tom Cruise og Katie Holmes gangi í það heilaga í dag.
Parið er nú komið í kastalann og hafa stórstjörnur, á borð við Jennifer Lopez, Will Smith og Jim Carrey, streymt þangað í dag. Tom Cruise er fjörtíu og þriggja ára en Katie Holmes tuttugu og sjö ára og eiga þau saman sjö mánaða dóttur. Parið opinberaði trúlofun sína í júní 2005 aðeins tveimur mánuðum eftir að þau sáust fyrst opinberlega.