Íslendingar eignast West Ham 21. nóvember 2006 19:07 Eggert Magnússon og fjárfestar að baki honum sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. Barist hefur verið um félagið síðustu vikur og einvígið staðið milli Eggerts og íranskættaða kaupsýslumannsins Kia Joorabchian, sem búsettur er í Bretlandi. Ekkert bólaði á formlegu kauptilboði frá Joorabchian en Eggert lagði fram tilboð sitt í gær. Það var samþykkt og gengið frá kaupunum í morgun. Að baki Eggerti standa þeir Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, og Sighvatur Bjarnason, forstjóri Fisco, en sá síðarnefndi mun vera West Ham stuðningsmaður til margra ára. Eggert segir verðið á hlutafénu um 85 milljónir punda auk þess sem teknar séu yfir skuldir upp á um 23 milljónir punda. Samanlagt 108 milljónir, jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. West Ham er nú í fimmta neðsta sæti úrvaldeildarinnar og fallið bæði úr Evrópukeppni félagsliða og enska deildarbikarnum. Framtíð þjálfarans, Alans Pardews, er þó trygg að sögn Eggerts sem tekur við stjórnarformennsku af Terrence Brown, sem verður áfram í stjórn félagsins. Þeirra bíður nú erfitt verkefni. Kaup Eggert á West Ham hafa vakið athygli ytra og hafa enskir miðlar leitað upplýsinga hjá íslenskum íþróttafréttamönnum og var Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á NFS og Sýn, meðal annars í beinni útsendingu hjá Sky Sports News og Sky News í morgun til að svara spurningum um Eggert og Björgólf. Sagði hann stuðningsmannahóp West Ham á Íslandi ekki stóran, en margir eldri knattspyrnuáhugamenn þekktu gullaldarárin þegar Bobby Moore og Geoff Hurst voru upp á sitt besta. Hann sagði Eggert þekkja sögu félagsins vel og hefðir tengdar því. Fréttir Innlent Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Eggert Magnússon og fjárfestar að baki honum sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. Barist hefur verið um félagið síðustu vikur og einvígið staðið milli Eggerts og íranskættaða kaupsýslumannsins Kia Joorabchian, sem búsettur er í Bretlandi. Ekkert bólaði á formlegu kauptilboði frá Joorabchian en Eggert lagði fram tilboð sitt í gær. Það var samþykkt og gengið frá kaupunum í morgun. Að baki Eggerti standa þeir Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, og Sighvatur Bjarnason, forstjóri Fisco, en sá síðarnefndi mun vera West Ham stuðningsmaður til margra ára. Eggert segir verðið á hlutafénu um 85 milljónir punda auk þess sem teknar séu yfir skuldir upp á um 23 milljónir punda. Samanlagt 108 milljónir, jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. West Ham er nú í fimmta neðsta sæti úrvaldeildarinnar og fallið bæði úr Evrópukeppni félagsliða og enska deildarbikarnum. Framtíð þjálfarans, Alans Pardews, er þó trygg að sögn Eggerts sem tekur við stjórnarformennsku af Terrence Brown, sem verður áfram í stjórn félagsins. Þeirra bíður nú erfitt verkefni. Kaup Eggert á West Ham hafa vakið athygli ytra og hafa enskir miðlar leitað upplýsinga hjá íslenskum íþróttafréttamönnum og var Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á NFS og Sýn, meðal annars í beinni útsendingu hjá Sky Sports News og Sky News í morgun til að svara spurningum um Eggert og Björgólf. Sagði hann stuðningsmannahóp West Ham á Íslandi ekki stóran, en margir eldri knattspyrnuáhugamenn þekktu gullaldarárin þegar Bobby Moore og Geoff Hurst voru upp á sitt besta. Hann sagði Eggert þekkja sögu félagsins vel og hefðir tengdar því.
Fréttir Innlent Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira