Búið er að leysa báða ítölsku starfsmenn Rauða krossins úr haldi en þeim var rænt fyrr í dag en palenstínsk öryggisyfirvöld skýrðu frá því rétt í þessu. Sögðu þau að náðst hefði samband við mannræningjana og í framhaldi af því hefði tekist að frelsa mennina tvo.
Rauði krossinn á svæðinu hafði fyrr í dag sagt að hann myndi ekki starfa á Gaza svæðinu nema innanhúss á skrifstofum sínum vegna mannránsins. Sögðu þeir að þeir myndu ekki stíga út úr húsi nema í algjörum neyðartilfellum. Ekki er vitað sem stendur hvenær Rauði krossinn á svæðinu muni hefja eðlilega starfsemi á ný.