Innlent

Danski bankar klofnir í afstöðu sinni til íslensks efnahagslífs

Stærstu bankar Danmerkur eru klofnir í afstöðu sinni til framtíðarþróunar íslensks efnahagslífs, en eins og greint hefur verið frá í fréttum hefur gengi krónunnar lækkað nokkuð að undanförnu.

Greint er frá því á vef danska viðskiptablaðsins Börsen að, forstöðumaður greiningardeildar Danske Bank, sé órólegur vegna þróunar í íslensku efnahagslífi og segir í skyndimati sem birt var í gær að vaxandi líkur séu á harðri lendingu. Bent er á að króna hafi veikst um fimm prósent á síðustu sjö viðskiptadögum og Danske Bank telur að krónan muni áfram veikjast á næstu dögum og vikum.

Matsfyrirtækin Fitch, Moody's og Standard og Poors hafi öll bent á að mikið ójafnvægi sé í íslensku efnahagslífi sem auki líkurnar á harðri lendingu þess. „Pas på derude" eða „Gætið ykkar þarna úti" segir í grein Danske Bank sem ráðleggur viðskiptavinum sínum draga úr fjármálaumsvifum tengdum Íslandi.

Sérfræðingar Jyske Bank eru hins vegar á öndverðum meiði og segja enn mikla möguleika í íslensku efnahagslífi. Ekki séu líkur á að efnahagslífið hrynji þrátt fyrir að krónan hafi veikst að undanförnu. Ráðleggur bankinn þeim sem tilbúnir séu að taka nokkra áhættu að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×