Þjóðhátíð í skugga morðs 22. nóvember 2006 18:58 Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun með því að þúsundir manna fylgdu kistu Gemayel um götur heimaborgar hans. Þótt í dag sé þjóðhátíðardagur Líbanons væri synd að segja að landsmenn hefðu verið í hátíðarskapi því þriggja daga þjóðarsorg vegna drápsins á Pierre Gemayel, eins af leiðtogum kristinna maroníta, hófst í morgun. Hans var meðal annars minnst í heimaborg sinni þar sem þúsundir borgarbúa fylgdu kistu hans eftir, sveipaðri fána falangista, fylkingarinnar sem afi Gemayels stofnaði á sínum tíma. Rannsókn á morðinu á Gemayel er þegar hafin. Bandamenn hans telja hins vegar augljóst hverjir hafi verið að verki og óttast að svipuð örlög bíði fleiri manna. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, vandaði Sýrlendingum ekki kveðjurnar í dag og kvaðst óttast að þeir myndu koma fleirum fyrir kattarnef til að grafa enn frekar undir ríkisstjórninni. Benedikt páfi sextándi fordæmdi tilræðið í morgun og bað líbönsku þjóðina að vera á varðbergi gagnvart myrkum öflum sem reyndu að eyðileggja landið. Í gær samþykkti svo öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir sitt leyti stofnun dómstóls sem rétta á yfir grunuðum morðingjum Rafiks Hariri fyrrverandi forsætisráðherra en rökstuddur grunur er fyrir því að sýrlenska leyniþjónustan hafi staðið fyrir því tilræði. Morðið á Gemayel setur hins vegar strik í reikninginn því líf líf líbönsku stjórnarinnar hangir nú bláþræði eftir að sex ráðherrar, hliðhollir Sýrlendingum sögðu sig úr henni í síðustu viku til að mótmæla stofnun dómstólsins. Erlent Fréttir Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Sjá meira
Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun með því að þúsundir manna fylgdu kistu Gemayel um götur heimaborgar hans. Þótt í dag sé þjóðhátíðardagur Líbanons væri synd að segja að landsmenn hefðu verið í hátíðarskapi því þriggja daga þjóðarsorg vegna drápsins á Pierre Gemayel, eins af leiðtogum kristinna maroníta, hófst í morgun. Hans var meðal annars minnst í heimaborg sinni þar sem þúsundir borgarbúa fylgdu kistu hans eftir, sveipaðri fána falangista, fylkingarinnar sem afi Gemayels stofnaði á sínum tíma. Rannsókn á morðinu á Gemayel er þegar hafin. Bandamenn hans telja hins vegar augljóst hverjir hafi verið að verki og óttast að svipuð örlög bíði fleiri manna. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, vandaði Sýrlendingum ekki kveðjurnar í dag og kvaðst óttast að þeir myndu koma fleirum fyrir kattarnef til að grafa enn frekar undir ríkisstjórninni. Benedikt páfi sextándi fordæmdi tilræðið í morgun og bað líbönsku þjóðina að vera á varðbergi gagnvart myrkum öflum sem reyndu að eyðileggja landið. Í gær samþykkti svo öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir sitt leyti stofnun dómstóls sem rétta á yfir grunuðum morðingjum Rafiks Hariri fyrrverandi forsætisráðherra en rökstuddur grunur er fyrir því að sýrlenska leyniþjónustan hafi staðið fyrir því tilræði. Morðið á Gemayel setur hins vegar strik í reikninginn því líf líf líbönsku stjórnarinnar hangir nú bláþræði eftir að sex ráðherrar, hliðhollir Sýrlendingum sögðu sig úr henni í síðustu viku til að mótmæla stofnun dómstólsins.
Erlent Fréttir Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Sjá meira