Þýski ökuþórinn Michael Schumacher gaf það út í viðtali við þýska fjölmiðla að það væri enginn möguleiki á því að hann settist undir stýri í Formúlu 1 á ný, því það væri einfaldlega ekki hægt eins og íþróttin hafi þróast síðustu ár.
"Formúla 1 er í sífelldri þróun ár frá ári og menn eru alltaf að gera breytingar á brautum, tæknibúnaði og reglum og það þýðir að þegar menn hætta - eru þeir sannarlega hættir," sagði hinn 37 gamli og sjöfaldi heimsmeistari í samtali við Sueddeutsche Zeitung í gær.