Mannskæðasta árásin hingað til 23. nóvember 2006 18:45 Að minnsta kosti 144 týndu lífi í sprengjuárás á fátækrahverfi sjía í Bagdad í dag. Árásin er sú mannskæðasta sem framin hefur verið í landinu frá því að Bandaríkjamenn réðust þar inn. Hryðjuverkin sem framin voru í Bagdad í dag sýna að varla er hægt að kalla vargöldina í landinu neitt annað en borgarastyrjöld. Sex bifreiðum, sem hver hafði verið hlaðin mörg hundruð kílóum af sprengiefni, var lagt við fjölfarið markaðstorg í Sadr-hverfi höfuðborgarinnar og þær svo sprengdar í loft upp. Öngþveiti og skelfing greip um sig í kjölfarið og þegar fólkið lagði á flótta var sprengjum látið rigna yfir það. Vel á annað hundrað manns liggur í valnum og búist er við að látnum eigi enn eftir að fjölga þar sem margir eru alvarlega særðir. Í Sadr-hverfinu búa fátækir sjíar og því er líklegast að öfgamenn úr röðum súnnía hafi staðið á bak við tilræðið. Þeir eru einnig taldir bera ábyrgð á umsátri um heilbrigðisráðuneyti landsins fyrr í dag en því er stýrt af fylgismönnum sjíaklerksins herskáa Muqtada al-Sadr. Sprengjum af ýmsum stærðum og gerðum var skotið þangað inn en enginn beið þó bana. Bandarískar hersveitir ráku umsátursmennina síðan á brott. Árásin í dag er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í Írak frá innrás Bandaríkjamanna fyrir þremur og hálfu ári og eins og sjá má á umsátrinu um ráðuneytið virðist algert stjórnleysi ríkja þar. Aldrei hafa jafn margir látið lífið í einum mánuði í landinu og í október síðastliðnum og milljónir Íraka hafa flúið heimili sín vegna vargaldarinnar. Þótt erlenda setuliðið sé ennþá skotmark uppreisnarmanna þá er þróunin engu að síður sú að Írakar beina spjótum sínum í æ ríkari mæli hverjir að öðrum án þess að nokkur fái neitt við ráðið. Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Að minnsta kosti 144 týndu lífi í sprengjuárás á fátækrahverfi sjía í Bagdad í dag. Árásin er sú mannskæðasta sem framin hefur verið í landinu frá því að Bandaríkjamenn réðust þar inn. Hryðjuverkin sem framin voru í Bagdad í dag sýna að varla er hægt að kalla vargöldina í landinu neitt annað en borgarastyrjöld. Sex bifreiðum, sem hver hafði verið hlaðin mörg hundruð kílóum af sprengiefni, var lagt við fjölfarið markaðstorg í Sadr-hverfi höfuðborgarinnar og þær svo sprengdar í loft upp. Öngþveiti og skelfing greip um sig í kjölfarið og þegar fólkið lagði á flótta var sprengjum látið rigna yfir það. Vel á annað hundrað manns liggur í valnum og búist er við að látnum eigi enn eftir að fjölga þar sem margir eru alvarlega særðir. Í Sadr-hverfinu búa fátækir sjíar og því er líklegast að öfgamenn úr röðum súnnía hafi staðið á bak við tilræðið. Þeir eru einnig taldir bera ábyrgð á umsátri um heilbrigðisráðuneyti landsins fyrr í dag en því er stýrt af fylgismönnum sjíaklerksins herskáa Muqtada al-Sadr. Sprengjum af ýmsum stærðum og gerðum var skotið þangað inn en enginn beið þó bana. Bandarískar hersveitir ráku umsátursmennina síðan á brott. Árásin í dag er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í Írak frá innrás Bandaríkjamanna fyrir þremur og hálfu ári og eins og sjá má á umsátrinu um ráðuneytið virðist algert stjórnleysi ríkja þar. Aldrei hafa jafn margir látið lífið í einum mánuði í landinu og í október síðastliðnum og milljónir Íraka hafa flúið heimili sín vegna vargaldarinnar. Þótt erlenda setuliðið sé ennþá skotmark uppreisnarmanna þá er þróunin engu að síður sú að Írakar beina spjótum sínum í æ ríkari mæli hverjir að öðrum án þess að nokkur fái neitt við ráðið.
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira