Friðrik, krónprins Danmerkur, og Mary eiginkona hans eru á ferðalagi um Ástralíu. Mary er fædd á eynni Tasmaníu sem er hluti af Ástralíu. Ástralir telja sig eiga dálítið í dönsku konungfjölskyldunni og hafa fylgst vel með ferð hjónanna um landið.
Með í för er Kristján prins, fyrsta barn þeirra hjóna, sem er ársgamall. Í morgun heimsótti fjölskyldan dýragarð og naut litli prinsinn heimsóknarinnar. Hjónakornin eiga von á sínum öðrum erfingja og hefur Mary lokið þriðjungi meðgöngunnar. Barnið verður það þriðja í erfðaröðinni, á eftir föður sínum og bróður.