Ólund í Frjálslyndum 1. desember 2006 18:48 Margrét Sverrisdóttir fullyrðir að gagnrýni hennar á rasísk ummæli Jóns Magnússonar hafi ráðið því að hún var rekin úr starfi framkvæmdastjóra þingflokks Frjálslynda flokksins í gærkvöld. Þessu vísar Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins á bug. Bæði vísa frá sér spurningum um klofning í flokknum. Það hriktir í stoðum Frjálslyndra á sama tíma og fylgiskannanir spá flokknum yfir ellefu prósenta fylgi. Margréti Sverrisdóttur, framkvæmdastjóri þingflokks Frjálslyndra - og verðandi þingmannsefni - var í gærkvöld sagt upp störfum. Margrét segir að uppsögnina megi rekja til gagnrýni hennar á "rasísk" ummæli Jóns Magnússonar. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins furðar sig á ummælum Margrétar. Þingflokkurinn hafi talið að starfsmaður hans yrði að geta starfað óskiptur fyrir þingflokkinn og ljóst væri að Margrét yrði á fullu í kosningabaráttu í vor. Fráleitt væri að tengja uppsögnina við ummæli Jóns Magnússonar. Vísar Guðjón því á bug að Frjálslyndir séu að sækja fylgisaukningu á grundvelli kynþáttafordóma þó að þeir hafi markað sér skýra stefnu í málefnum innflytjenda. Vandamálin í þeim málaflokki séu einnig að koma bersýnilega í ljós meðal annars í húsnæðismálum. Stefna flokksins í þessum málum hafi legið skýr fyrir í vor. Fróðlegt er að skoða brottvikningu Margrétar í ljósi ummæla Sverris föður hennar, og guðföður Frjálslynda flokksins, í Silfri Egils fyrir viku. Þar sem hann gagnrýndi Magnús Þór Hafsteinsson, þingmann flokksins og Guðjón Arnar fyrir að skjóta pólitísku skjólshúsi yfir Jón Magnússon, sem hann kallaði "pólitískan umrenning". Telur Guðjón Arnar að þetta séu kaldar kveðjur frá fyrrverandi formanni flokksins og á erfitt með að skilja hvað búi að bakil. Aðspurður um hvort flokkurinn sé klofinn segir hann að aðrir verði að svara því. Margrét svaraði aðspurð á sömu lund í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Margrét Sverrisdóttir fullyrðir að gagnrýni hennar á rasísk ummæli Jóns Magnússonar hafi ráðið því að hún var rekin úr starfi framkvæmdastjóra þingflokks Frjálslynda flokksins í gærkvöld. Þessu vísar Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins á bug. Bæði vísa frá sér spurningum um klofning í flokknum. Það hriktir í stoðum Frjálslyndra á sama tíma og fylgiskannanir spá flokknum yfir ellefu prósenta fylgi. Margréti Sverrisdóttur, framkvæmdastjóri þingflokks Frjálslyndra - og verðandi þingmannsefni - var í gærkvöld sagt upp störfum. Margrét segir að uppsögnina megi rekja til gagnrýni hennar á "rasísk" ummæli Jóns Magnússonar. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins furðar sig á ummælum Margrétar. Þingflokkurinn hafi talið að starfsmaður hans yrði að geta starfað óskiptur fyrir þingflokkinn og ljóst væri að Margrét yrði á fullu í kosningabaráttu í vor. Fráleitt væri að tengja uppsögnina við ummæli Jóns Magnússonar. Vísar Guðjón því á bug að Frjálslyndir séu að sækja fylgisaukningu á grundvelli kynþáttafordóma þó að þeir hafi markað sér skýra stefnu í málefnum innflytjenda. Vandamálin í þeim málaflokki séu einnig að koma bersýnilega í ljós meðal annars í húsnæðismálum. Stefna flokksins í þessum málum hafi legið skýr fyrir í vor. Fróðlegt er að skoða brottvikningu Margrétar í ljósi ummæla Sverris föður hennar, og guðföður Frjálslynda flokksins, í Silfri Egils fyrir viku. Þar sem hann gagnrýndi Magnús Þór Hafsteinsson, þingmann flokksins og Guðjón Arnar fyrir að skjóta pólitísku skjólshúsi yfir Jón Magnússon, sem hann kallaði "pólitískan umrenning". Telur Guðjón Arnar að þetta séu kaldar kveðjur frá fyrrverandi formanni flokksins og á erfitt með að skilja hvað búi að bakil. Aðspurður um hvort flokkurinn sé klofinn segir hann að aðrir verði að svara því. Margrét svaraði aðspurð á sömu lund í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira