Þegar lögreglumenn komu til búða fjölskyldunnar, í Gaza var gerð á þá meiriháttar árás af mönnum vopnuðum hríðskotarifflum og sprengjuvörpum. Bardagarnir breiddust skjótt út og almenningur flúði í ofboði í skjól. Bardagarnir voru háðir skammt frá embættisbústað Mahmud Abbas, forseta palestínumanna.
Lögreglumenn, margir með svartar lambhúshettur hertóku þök sjö húsa við búðir fjölskyldunnar. Ekki er vitað um mannfall, en að minnska kosti tólf særðust. Lögreglumönnunum tókst að handtaka sextán meðlimi fjölskyldunnar, og gerði upptæk ýmis farartæki og annað góss.