Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkennir að hann sé spenntur fyrir hugsanlegri yfirtöku International Capital fyrirtækisins frá Dubai á félaginu. Benitez segir mikilvægt fyrir liðið að fá meiri pening til leikmannakaupa.
"Ég hef rætt við Rick Parry og aðra stjórnarmenn um þetta og ég get ekkert tjáð mig um þessar viðræður. Mitt hlutverk er fótboltinn og liðið. Hins vegar get ég sagt að það er alltaf mikilvægt fyrir félag að hafa fleiri möguleika og meira fjármagn til að spila úr," sagði Benitez.