14 milljarða afgangur 5. desember 2006 18:31 Borgarsjóður verður rekinn með 14 milljarða afgangi á næsta ári, í stað eins milljarðs halla á þessu ári, segir borgarstjóri sem kynnti fjárhagsáætlun borgarinnar í dag. Bókhaldsleikir, segir oddviti Samfylkingar. Hann segir útgjöld aukast umfram tekjur. Áætlunin var kynnt um hádegið og síðan tekin til umræðu á borgarstjórnarfundi nú síðdegis. Samkvæmt áætluninni munu hreinar skuldir hjá helstu sjóðum borgarinnar lækka um 28,2 milljarða króna og peningaleg staða, að undanskilinni lífeyrisskuldbindingu verður 4,6 milljarðar en það er í fyrsta sinn í mörg ár sem sú tala er jákvæð, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Hagnaður um 13,7 milljarða króna kemur að mestu leyti til vegna sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun en fyrir hann fékk borgin 10 milljarða eitt hundrað og fimmtíu milljónir króna. Borgarstjóri segir ýmislegt þurfa að lagfæra í fjármálastjórn borgarinnar en stefnan sé að ná jafnvægi á kjörtímabilinu. "Stöðunni verður ekki breytt á einni nóttu, við fórum í miklar hagræðingaraðgerðir í sumar og tókst að hagræða um 700 milljónir," segir Vilhjálmur. Útsvar verður óbreytt, fasteignaskattar lækka um 10% og svo aftur um 5% síðar á kjörtímabilinu og svo þarf að efna kosningaloforð. En þarf þá ekki að skera einhvers staðar niður? "Það eru gríðarlega miklir möguleikar á að hagræða og spara án þess að minnka þjónustuna," segir Vilhjálmur. Bókhaldsleikir segir Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar og bendir á að rekstrarútgjöld aukast umfram skatttekjur á áætluninni, þar af hækki reksturinn mest á skrifstofum í ráðhúsinu, eða um 16%. Dagur segir helstu pólitísku skilaboð áætlunarinnar vera gjaldskrárhækkanir. Hreinar skuldir borgarsjóðs hafi lækkað úr fimmtán milljörðum í ekkert hjá fyrri meirihluta og borgarstjóri hafi breitt yfir bólgnun í rekstri borgarinnar á fundinum í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Borgarsjóður verður rekinn með 14 milljarða afgangi á næsta ári, í stað eins milljarðs halla á þessu ári, segir borgarstjóri sem kynnti fjárhagsáætlun borgarinnar í dag. Bókhaldsleikir, segir oddviti Samfylkingar. Hann segir útgjöld aukast umfram tekjur. Áætlunin var kynnt um hádegið og síðan tekin til umræðu á borgarstjórnarfundi nú síðdegis. Samkvæmt áætluninni munu hreinar skuldir hjá helstu sjóðum borgarinnar lækka um 28,2 milljarða króna og peningaleg staða, að undanskilinni lífeyrisskuldbindingu verður 4,6 milljarðar en það er í fyrsta sinn í mörg ár sem sú tala er jákvæð, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Hagnaður um 13,7 milljarða króna kemur að mestu leyti til vegna sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun en fyrir hann fékk borgin 10 milljarða eitt hundrað og fimmtíu milljónir króna. Borgarstjóri segir ýmislegt þurfa að lagfæra í fjármálastjórn borgarinnar en stefnan sé að ná jafnvægi á kjörtímabilinu. "Stöðunni verður ekki breytt á einni nóttu, við fórum í miklar hagræðingaraðgerðir í sumar og tókst að hagræða um 700 milljónir," segir Vilhjálmur. Útsvar verður óbreytt, fasteignaskattar lækka um 10% og svo aftur um 5% síðar á kjörtímabilinu og svo þarf að efna kosningaloforð. En þarf þá ekki að skera einhvers staðar niður? "Það eru gríðarlega miklir möguleikar á að hagræða og spara án þess að minnka þjónustuna," segir Vilhjálmur. Bókhaldsleikir segir Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar og bendir á að rekstrarútgjöld aukast umfram skatttekjur á áætluninni, þar af hækki reksturinn mest á skrifstofum í ráðhúsinu, eða um 16%. Dagur segir helstu pólitísku skilaboð áætlunarinnar vera gjaldskrárhækkanir. Hreinar skuldir borgarsjóðs hafi lækkað úr fimmtán milljörðum í ekkert hjá fyrri meirihluta og borgarstjóri hafi breitt yfir bólgnun í rekstri borgarinnar á fundinum í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira