Jewell vill leyfa leikaraskap 5. desember 2006 18:42 Paul Jewell kann svör við öllu - líka 4-0 tapinu gegn Liverpool um helgina NordicPhotos/GettyImages Hinn litríki og skemmtilegi Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur fundið lausn á vandamáli sem verið hefur uppi á borðinu í deildinni að undanförnu. Hann vill hvetja leikmenn til að reyna leikaraskap við hvert tækifæri. Leikaraskapur hefur í síauknum mæli sett svip sinn á deildarkeppnina í vetur, en umdeildar vítaspyrnur og spjöld hafa verið mikið í umræðunni. Þeir Tomas Rosicky hjá Arsenal og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United voru báðir ásakaðir um að standa á brauðfótum um helgina, en Jewell telur sig vera með óhefðbundna lausn á þessu vandamáli. "Ég er kannski eini maðurinn í heiminum þeirrar skoðunar, en af hverju leyfum við bara ekki leikmönnum að láta sig detta? Vínveitingastaðir í landinu eru nú opnir allan sólarhringinn, en fólk sagði á sínum tíma að ef það gerðist - yrðu göturnar fullar af áfengisdauðu fólki. Ég veit ekki betur en að drykkja á almannafæri hafi minnkað ef eitthvað er síðan lengri opnunartími var tekinn upp og held að sömu sögu yrði að segja um fótboltann. Í einum leiknum tækist þér kannski að leika á dómarann, en í næsta leik yrðir þú sparkaður niður og þá hugsar dómarinn með sér að þú hafir bara verið að leika á sig. Ég held að svona hlutir jafni sig alltaf út," sagði Jewell, en hans menn mæta Everton í kvöld eftir slæman skell gegn Liverpool um síðustu helgi. "Liverpool var að leita sér að liði til að láta finna til tevatnsins og því miður hittum við á þá í þeim ham," sagði Jewell, en hans menn lentu undir 4-0 í fyrri hálfleik. "Það er kannski erfitt að trúa því, en þetta var nú ekki einu sinni versti hálfleikur okkar til þessa, en Liverpool tók okkur í kennslustund í því hvernig á að klára marktækifæri," sagði Jewell. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Hinn litríki og skemmtilegi Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur fundið lausn á vandamáli sem verið hefur uppi á borðinu í deildinni að undanförnu. Hann vill hvetja leikmenn til að reyna leikaraskap við hvert tækifæri. Leikaraskapur hefur í síauknum mæli sett svip sinn á deildarkeppnina í vetur, en umdeildar vítaspyrnur og spjöld hafa verið mikið í umræðunni. Þeir Tomas Rosicky hjá Arsenal og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United voru báðir ásakaðir um að standa á brauðfótum um helgina, en Jewell telur sig vera með óhefðbundna lausn á þessu vandamáli. "Ég er kannski eini maðurinn í heiminum þeirrar skoðunar, en af hverju leyfum við bara ekki leikmönnum að láta sig detta? Vínveitingastaðir í landinu eru nú opnir allan sólarhringinn, en fólk sagði á sínum tíma að ef það gerðist - yrðu göturnar fullar af áfengisdauðu fólki. Ég veit ekki betur en að drykkja á almannafæri hafi minnkað ef eitthvað er síðan lengri opnunartími var tekinn upp og held að sömu sögu yrði að segja um fótboltann. Í einum leiknum tækist þér kannski að leika á dómarann, en í næsta leik yrðir þú sparkaður niður og þá hugsar dómarinn með sér að þú hafir bara verið að leika á sig. Ég held að svona hlutir jafni sig alltaf út," sagði Jewell, en hans menn mæta Everton í kvöld eftir slæman skell gegn Liverpool um síðustu helgi. "Liverpool var að leita sér að liði til að láta finna til tevatnsins og því miður hittum við á þá í þeim ham," sagði Jewell, en hans menn lentu undir 4-0 í fyrri hálfleik. "Það er kannski erfitt að trúa því, en þetta var nú ekki einu sinni versti hálfleikur okkar til þessa, en Liverpool tók okkur í kennslustund í því hvernig á að klára marktækifæri," sagði Jewell.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira