Joseph Kabila, fyrrum uppreisnarhermaður og bráðabirgðaforseti, varð í gær fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Austur-Kongó síðan landið fékk sjálfstæði árið 1960. Kabila var nýlega lýstur sigurvegari forsetakosninganna í landinu en landið er eitt það stærsta og gjöfulasta í allri Afríku.
Kosningarnar hafa verið kallaðar þær mikilvægustu í allri Afríku undanfarna áratugi og vonast er til þess að stöðugleiki á Mið-Afríku svæðinu muni nú aukast til muna. Bardagar geisa þó enn á milli uppreisnarmanna og stjórnarhersins í austurhluta landsins.