Nígerískir vígamenn réðust í morgun á olíudælustöð í ósum Níger-árinnar og rændu þremur starfsmönnum hennar. Talsmaður olíufyrirtækisins Agip, en það átti stöðina sem var ráðist á, vissi ekki hvort að árásin hefði áhrif á starfsemi dælustöðvarinnar.
Mannrán þar sem beðið er um lausnargjald er algengt fyrirbæri við ósa Níger-árinnar. Gíslunum er venjulega sleppt ómeiddum eftir að gjaldið hefur verið greitt.