Ritstjóri Kompáss sektaður 7. desember 2006 18:55 Lögreglustjórinn hefur sektað ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kompáss um fimmtíu og fjögur þúsund krónur fyrir vörslu fíkniefna. Þetta voru fíkniefni sem Kompás lét kaupa til að sýna auðvelt aðgengi barna að þeim en þau voru síðan afhent lögreglu með formlegum hætti. Í fréttaskýringarþáttunum Kompási á Stöð 2 í október og nóvember var dregin upp dökk mynd af því hversu auðvellt var fyrir ungmenni að nálgast fíkniefni. Ritstjórnin tók af því myndir þegar ungmenni á hennar vegum höfðu samband við fíkniefnasala og var viðskiptum komið á. Athygli vakti hversu skamman tíma það tók ungmennin að nálgast fíkniefnin þó svo að engin kynni væru á milli sölumannana og þeirra sem leituðu viðskipta. Eftir að gerð þessa þáttar Kompáss lauk fór ritstjóri þáttarins, Jóhannes Kr. Kristjánsson á lögreglustöðina við Hverfisgötu og afhenti þar fíkniefnin til eyðingar. Var um að ræða eitt gramm af amfetamíni og tvö og hálft gramm af hassi. Var skýrsla tekin af ritstjóranum þar sem hann skýrði málavexti. Sér til undrunar fékk Jóhannes Kr. svo nýverið sektargerð frá lögreglustjórnaembættinu á grundvelli kæru á hendur honum vegna brota á lögum um ávana og fíkniefni. Er hann kærður fyrir vörslu fíkniefna en boðið að ljúka málinu með sátt og greiðslu sektar uppá 54 þúsund krónur í ríkissjóð. Jafnframt er tekið fram að hann sættist þá á upptöku á hinum haldlögðu fíkniefnum. Greiði hann ekki sektina komi í staðinn fjögurra daga fangelsi. Afgreiðsla sektarinnar verði jafnframt skráð í sakaskrá. Jóhannes Kr Kristjánsson segist ekki ætla að una þessu sektarboði og láta á það reyna hvort lögregluembættið ætli að höfða mál vegna þessa atviks. Ríkir almannahagsmunir hafi legið því til grundvallar að staðreyna þessi viðskipti og hafi það ótvírætt forvarnargildi að draga fram þennan ófagra sannleika. Jóhannes segir að lögmanni Blaðamannafélags Íslands verði falið að reka málið Fréttir Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Lögreglustjórinn hefur sektað ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kompáss um fimmtíu og fjögur þúsund krónur fyrir vörslu fíkniefna. Þetta voru fíkniefni sem Kompás lét kaupa til að sýna auðvelt aðgengi barna að þeim en þau voru síðan afhent lögreglu með formlegum hætti. Í fréttaskýringarþáttunum Kompási á Stöð 2 í október og nóvember var dregin upp dökk mynd af því hversu auðvellt var fyrir ungmenni að nálgast fíkniefni. Ritstjórnin tók af því myndir þegar ungmenni á hennar vegum höfðu samband við fíkniefnasala og var viðskiptum komið á. Athygli vakti hversu skamman tíma það tók ungmennin að nálgast fíkniefnin þó svo að engin kynni væru á milli sölumannana og þeirra sem leituðu viðskipta. Eftir að gerð þessa þáttar Kompáss lauk fór ritstjóri þáttarins, Jóhannes Kr. Kristjánsson á lögreglustöðina við Hverfisgötu og afhenti þar fíkniefnin til eyðingar. Var um að ræða eitt gramm af amfetamíni og tvö og hálft gramm af hassi. Var skýrsla tekin af ritstjóranum þar sem hann skýrði málavexti. Sér til undrunar fékk Jóhannes Kr. svo nýverið sektargerð frá lögreglustjórnaembættinu á grundvelli kæru á hendur honum vegna brota á lögum um ávana og fíkniefni. Er hann kærður fyrir vörslu fíkniefna en boðið að ljúka málinu með sátt og greiðslu sektar uppá 54 þúsund krónur í ríkissjóð. Jafnframt er tekið fram að hann sættist þá á upptöku á hinum haldlögðu fíkniefnum. Greiði hann ekki sektina komi í staðinn fjögurra daga fangelsi. Afgreiðsla sektarinnar verði jafnframt skráð í sakaskrá. Jóhannes Kr Kristjánsson segist ekki ætla að una þessu sektarboði og láta á það reyna hvort lögregluembættið ætli að höfða mál vegna þessa atviks. Ríkir almannahagsmunir hafi legið því til grundvallar að staðreyna þessi viðskipti og hafi það ótvírætt forvarnargildi að draga fram þennan ófagra sannleika. Jóhannes segir að lögmanni Blaðamannafélags Íslands verði falið að reka málið
Fréttir Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira