Starfsfólk reyndi ekki að bjarga konunum 9. desember 2006 17:59 Talið er að kveikt hafi verið í sjúkrahúsi í Moskvu, höfuðborg Rússlands, þar sem fjörtíu og fimm konur létust í nótt. Slökkvilið borgarinnar deilir á starfsfólk fyrir að reyna ekki að koma fólkinu út. Þetta er mannskæðasti bruni í borginni í þrjú ár. Eldurinn braust út á fíkniefnadeild spítalans snemma í morgun og dóu konurnar fjörtíu og fimm úr reykeitrun þar sem eina færa útgönguleiðin var við læst hlið spítalans. Flestar kvennanna voru látnar þegar slökkvilið kom á staðinn en þeim tókst að bjarga hundrað og sextíu manns út úr fimm hæða byggingunni. Rússneskar fréttastofur segja tvo starfsmenn spítalans hafa látist, en tíu manns voru lagði inn á sjúkrahús með reykeitrun. Yuri Nenashev yfirvarðstjóri slökkviliðssins í Moskvuborg segir alla sem voru á annarri hæð byggingarinnar hafa látist, en þar var brunastigi læstur bakvið rimla. Hann segist 90 prósent viss um að kveikt hafi verið í spítalanum.Saksóknari borgarinnar telur að kviknað hafi í út frá rusli. Tilkynning um brunann barst of seint til að slökkvilið næði að bjarga konunum, og slökkviliðið hefur deilt á starfsfólk sjúkrahússins fyrir að reyna ekki að koma fólkinu út strax og eldurinn kviknaði. Aðstoðaralmannavarnaráðherra Rússa, Aleksandr Chuprian viðurkennir að starfsfólk hafi ekki reynt að bjarga fólkinu þegar það varð eldsins vart og hoppaði sjálft út af annarri hæð hússins. Hann þakkar fyrir að starfsfólkið komst lífs af. Eftir skoðun á spítalanum í mars hafði slökkvuliðið ráðlagt að sjúkrahúsinu yrði lokað þar sem brunavörnum var verulega ábótavant. Að meðaltali látast 18 þúsund manns árlega í brunum í Rússlandi, en sérfræðingar segja ástandið hafa versnað all verulega eftir að Sovétlíðveldið leið undir lok. Fréttir Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Talið er að kveikt hafi verið í sjúkrahúsi í Moskvu, höfuðborg Rússlands, þar sem fjörtíu og fimm konur létust í nótt. Slökkvilið borgarinnar deilir á starfsfólk fyrir að reyna ekki að koma fólkinu út. Þetta er mannskæðasti bruni í borginni í þrjú ár. Eldurinn braust út á fíkniefnadeild spítalans snemma í morgun og dóu konurnar fjörtíu og fimm úr reykeitrun þar sem eina færa útgönguleiðin var við læst hlið spítalans. Flestar kvennanna voru látnar þegar slökkvilið kom á staðinn en þeim tókst að bjarga hundrað og sextíu manns út úr fimm hæða byggingunni. Rússneskar fréttastofur segja tvo starfsmenn spítalans hafa látist, en tíu manns voru lagði inn á sjúkrahús með reykeitrun. Yuri Nenashev yfirvarðstjóri slökkviliðssins í Moskvuborg segir alla sem voru á annarri hæð byggingarinnar hafa látist, en þar var brunastigi læstur bakvið rimla. Hann segist 90 prósent viss um að kveikt hafi verið í spítalanum.Saksóknari borgarinnar telur að kviknað hafi í út frá rusli. Tilkynning um brunann barst of seint til að slökkvilið næði að bjarga konunum, og slökkviliðið hefur deilt á starfsfólk sjúkrahússins fyrir að reyna ekki að koma fólkinu út strax og eldurinn kviknaði. Aðstoðaralmannavarnaráðherra Rússa, Aleksandr Chuprian viðurkennir að starfsfólk hafi ekki reynt að bjarga fólkinu þegar það varð eldsins vart og hoppaði sjálft út af annarri hæð hússins. Hann þakkar fyrir að starfsfólkið komst lífs af. Eftir skoðun á spítalanum í mars hafði slökkvuliðið ráðlagt að sjúkrahúsinu yrði lokað þar sem brunavörnum var verulega ábótavant. Að meðaltali látast 18 þúsund manns árlega í brunum í Rússlandi, en sérfræðingar segja ástandið hafa versnað all verulega eftir að Sovétlíðveldið leið undir lok.
Fréttir Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira