Vilja vita hvaða lögreglumenn áttu í hlut 12. desember 2006 18:45 Lögreglan reynir að hindra að upplýsingar um lögreglumenn, sem handtóku mann, sem lést í vörslu þeirra, komist til ofbeldismanna sem hafa hótað lífláti. Líflátshótanir hafa borist lögreglu, eftir að hjarta stöðvaðist í manni í þeirra vörslu í lok nóvember, en maðurinn lést tæpri viku síðar. Hótanirnar hafa komið frá þekktum ofbeldismönnum og handrukkurum. Lögreglan tekur hótanirnar alvarlega og hefur embættið í Reykjavík gripið til aðgerða til þess að auka öryggi sinna manna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan fengið upplýsingar um að ofbeldismennirnir séu að reyna að komast að því hvaða lögreglumenn voru í lögreglubílnum þegar hjartað í manninum stöðvaðist. En skömmu áður hafði hann verið handtekinn á Hótel Sögu þar sem hann var með ólæti og kastaði til húsgögnum. Vegna þessa reynir lögreglan hvað hún getur til að hindra að það spyrjist út hvaða lögreglumenn áttu í hlut. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær voru lögreglumenn á vakt í miðbænum, um síðustu helgi, fleiri en vanalega vegna hótananna auk þess sem þeir klæddust öryggisvestum til að verjast árásum eins og hnífsstungum og höfðu með sér stórar kylfur sér til varnar. Aðrar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar en lögreglan vill ekki gefa upp hverjar þær eru svo þeir, sem standa að hótununum, fái þær upplýsingarnar ekki í hendur. Niðurstaða krufnigar liggur ekki fyrir en hún mun varpa ljósi á hvað olli dauða mannsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Lögreglan reynir að hindra að upplýsingar um lögreglumenn, sem handtóku mann, sem lést í vörslu þeirra, komist til ofbeldismanna sem hafa hótað lífláti. Líflátshótanir hafa borist lögreglu, eftir að hjarta stöðvaðist í manni í þeirra vörslu í lok nóvember, en maðurinn lést tæpri viku síðar. Hótanirnar hafa komið frá þekktum ofbeldismönnum og handrukkurum. Lögreglan tekur hótanirnar alvarlega og hefur embættið í Reykjavík gripið til aðgerða til þess að auka öryggi sinna manna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan fengið upplýsingar um að ofbeldismennirnir séu að reyna að komast að því hvaða lögreglumenn voru í lögreglubílnum þegar hjartað í manninum stöðvaðist. En skömmu áður hafði hann verið handtekinn á Hótel Sögu þar sem hann var með ólæti og kastaði til húsgögnum. Vegna þessa reynir lögreglan hvað hún getur til að hindra að það spyrjist út hvaða lögreglumenn áttu í hlut. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær voru lögreglumenn á vakt í miðbænum, um síðustu helgi, fleiri en vanalega vegna hótananna auk þess sem þeir klæddust öryggisvestum til að verjast árásum eins og hnífsstungum og höfðu með sér stórar kylfur sér til varnar. Aðrar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar en lögreglan vill ekki gefa upp hverjar þær eru svo þeir, sem standa að hótununum, fái þær upplýsingarnar ekki í hendur. Niðurstaða krufnigar liggur ekki fyrir en hún mun varpa ljósi á hvað olli dauða mannsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira