Orð Olmerts sögð rangtúlkuð 12. desember 2006 18:45 Ísraelskt stjórnmálalíf er á öðrum endanum eftir að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, nefndi Ísrael í hópi kjarnorkuvelda í sjónvarpsviðtali sem birt var í gær. Stjórnarliðar segja orð hans rangtúlkuð en stjórnarandstæðingar segja forsætisráðherrann hins vegar vanhæfan í varnarmálum og vilja að hann víki. Olmert lét ummælin falla í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina SAT 1 sem tekið var upp á föstudaginn og sýnt í gær. Þar var hann spurður um kjarnorkudeiluna við Írana. Hann sagði ekki hægt að bera Íran saman við önnur ríki sem ráði yfir kjarnorkuvopnum. Ríki á borð við Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Rússland. Það væru siðaðar þjóðir sem hótuðu ekki öðrum ríkjum með kjarnorkuvopnum. Hann sagði Ísrael lýðræðisríki sem hefði aldri hótað að eyða öðru ríki líkt og stjórnvöld í Teheran gerðu opinberlega í hvert sinn sem rætt væri um Ísrael. Þetta sé ríkið sem sækist eftir að verða sér úti um kjarnorkuvopn líkt og Bandaríkjamenn, Frakkar, Ísraelar og Rússar. Þessi síðasta setning hefur vakið mikla athygli enda hafa Ísraelar hingað til ekki viljað svara því hvort þeir eigi kjarnorkuvopn. Stjórnarliðar segja ekki um stefnubreytingu að ræða, orð forsætisráðherrans séu rangtúlkuð, en stjórnarandstæðingar segja þetta enn eina vísbendingu þess að hann sé vanhæfur í varnarmálum og vilja margir þeirra að hann víki. Magnús Ólafsson, einn framkvæmdastjóra Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segir stofnunina ekki tjá sig um ummæli Olmerts eða Roberts Gates, verðandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem sagði fyrir viku á fundi með varnarmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings að Íranar ásældust kjarnavopn því nágrannar þeirra í öllum höfuðáttum ættu þau, þar á meðal Ísraelar. Magnús segir stofnunina hafa metið það þannig að Ísraelar eigi kjarnorkuvopn. Flestar þjóðir hafi tekið svör þeirra þannig. Það sem valdi erfiðleikum sé að Ísraelar séu ekki aðilar að Samningnum um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna og það séu Indverjar og Pakistanar ekki heldur. Það þýði að eftirlitssveitir Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar hafi ekki aðgang að Ísrael. Magnús segir það mat Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar að Ísraelar eigi um 100 kjarnaodda. Það sé töluvert meira en Indverjar og Pakistanar, sem eigi um 20. Erlent Fréttir Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Ísraelskt stjórnmálalíf er á öðrum endanum eftir að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, nefndi Ísrael í hópi kjarnorkuvelda í sjónvarpsviðtali sem birt var í gær. Stjórnarliðar segja orð hans rangtúlkuð en stjórnarandstæðingar segja forsætisráðherrann hins vegar vanhæfan í varnarmálum og vilja að hann víki. Olmert lét ummælin falla í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina SAT 1 sem tekið var upp á föstudaginn og sýnt í gær. Þar var hann spurður um kjarnorkudeiluna við Írana. Hann sagði ekki hægt að bera Íran saman við önnur ríki sem ráði yfir kjarnorkuvopnum. Ríki á borð við Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Rússland. Það væru siðaðar þjóðir sem hótuðu ekki öðrum ríkjum með kjarnorkuvopnum. Hann sagði Ísrael lýðræðisríki sem hefði aldri hótað að eyða öðru ríki líkt og stjórnvöld í Teheran gerðu opinberlega í hvert sinn sem rætt væri um Ísrael. Þetta sé ríkið sem sækist eftir að verða sér úti um kjarnorkuvopn líkt og Bandaríkjamenn, Frakkar, Ísraelar og Rússar. Þessi síðasta setning hefur vakið mikla athygli enda hafa Ísraelar hingað til ekki viljað svara því hvort þeir eigi kjarnorkuvopn. Stjórnarliðar segja ekki um stefnubreytingu að ræða, orð forsætisráðherrans séu rangtúlkuð, en stjórnarandstæðingar segja þetta enn eina vísbendingu þess að hann sé vanhæfur í varnarmálum og vilja margir þeirra að hann víki. Magnús Ólafsson, einn framkvæmdastjóra Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segir stofnunina ekki tjá sig um ummæli Olmerts eða Roberts Gates, verðandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem sagði fyrir viku á fundi með varnarmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings að Íranar ásældust kjarnavopn því nágrannar þeirra í öllum höfuðáttum ættu þau, þar á meðal Ísraelar. Magnús segir stofnunina hafa metið það þannig að Ísraelar eigi kjarnorkuvopn. Flestar þjóðir hafi tekið svör þeirra þannig. Það sem valdi erfiðleikum sé að Ísraelar séu ekki aðilar að Samningnum um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna og það séu Indverjar og Pakistanar ekki heldur. Það þýði að eftirlitssveitir Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar hafi ekki aðgang að Ísrael. Magnús segir það mat Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar að Ísraelar eigi um 100 kjarnaodda. Það sé töluvert meira en Indverjar og Pakistanar, sem eigi um 20.
Erlent Fréttir Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira