Nærri 78 milljóna króna skaðabætur fyrir samráð 13. desember 2006 15:01 MYND/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag olíufélögin Ker hf, sem áður var Olíufélagið Esso, OLÍS og Skeljung til að greiða Reykjavíkurborg 72 milljónir króna í bætur vegna samráðs þeirra á níunda áratug síðustu aldar. Þá voru félögin dæmd til að greiða Strætó bs. 5,8 milljónir vegna sömu saka. Borgin og Strætó stefndu olíufélögunum vegna samráðs þeirra og krafðist fyrrnefndi aðilinn 138 milljóna króna í skaðabætur en Strætó 19 milljóna króna, samtals um 157 milljónir króna. Varakrafa borgarinnar var rúmar 72 milljónir og Strætós um 5,8 milljónir króna og varð héraðsdómur við þeim. Þá voru olíufélögin dæmd til að greiða um 1,2 milljónir króna í málskostnaði í máli borgarinnar og um 100 þúsund krónur í máli Strætós. Reykjavíkurborg og Strætó ákváðu að hefja málaferlin snemma á árinu eftir árangurslausar viðræður borgarinnar og olíufélaganna um bætur. Við aðalmeðferð málsins í síðasta mánuði viðurkenndu lögmenn olíufélaganna samráðið. Þeir höfnuðu hins vegar bótakröfunum og báru því við að ekki hefðu verið færðar sönnur á skaða vegna samráðsins, hvað þá að hægt væri að tilgreina upphæð í því samhengi. Málið höfðaði borgin eftir að samkeppnisyfiröld höfðu komist að þeirri niðurstöðu að félögin hefðu haft með sér ólögmætt samráð, þar á meðal í útboði Innkaupastofnunar Reykjavíkur árið 1996 fyrir hönd Reykjavíkurborgar eftir tilboðum vegna kaupa á gasolíu, 95 oktana bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöð Reykjavíkur og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar.Vísaði borgin til þess að í ákvörðun samkeppnisyfirvalda hafi komið fram að forstjórar olíufélaganna hafi gengist við því fyrir samkeppnisyfirvöldum að hafa viðhaft samráð og samstilltar aðgerðir vegna útboðsins. Við kröfugerð borgarinnar varð gerður samanburður á útboðinu árið 1996 við niðurstöðu í öðru útboði á árinu 2001 þar sem OLÍS átti lægsta boð.Í niðurstöðu dómsins kemur fram að í málinu liggi fyrir viðurkenning olíufélaganna á því að þeir hafi haft með sér ólögmætt samráð á árinu 1996. Hins vegar ekki fallist á aðalkröfu Reykjavíkurborgar vegna þess að borginni hafi ekki tekist að sýna fram á að þær forsendur sem réðu álagningu hjá OLÍS hafi almennt átt við við útboðið 1996.Telur dómurinn hins vegar að verulegar líkur hafi verið leiddar að því, að ef samráð stefndu hefði ekki komið til, hefðu framboðin verð í útboðinu 1996 a.m.k. orðið lægri. Var fallist á varakröfunu borgarinnar en hún byggðist á samkomulagi olíufélaganna um að Skeljungur hf. fengi samninginn við stefnanda og greiddi hinum tveimur „söluskiptingu pr. ltr." eða „hlutdeild í framlegð", eins og það heitir í ákvörðun Samkeppnisstofnunar.Ekki liggur fyrir hvort olíufélögin þrjú munu áfrýja dómi héraðsdóms til Hæstaréttar.Ekki liggur fyrir hvort olíufélögin þrjú munu áfrýja dómi héraðsdóms til Hæstaréttar.Þetta er annar dómurinn sem kveðinn er upp í tengslum við samráðið en í síðustu viku sýknaði héraðsdómur Ker hf., sem áður var Olíufélagið ESSO, af skaðabótakröfum húsasmiðs á Húsavík sem taldi sig hafa þurft að greiða of mikið fyrir bensín á samráðstímanum.Segja má að mál borgarinnar gegn olíufélögunum hafi líkt og mál húsasmiðsins hafi ákveðið fordæmisgildi. Ríkið hefur einnig ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur félögunum vegna meints samráðs í tenglsum við útboð á olíuvörum fyrir Landhelgisgæsluna og lögregluembættin í landinu.Við þetta má bæta að rannsókn ríkissaksóknara á meintum brotum tengdum samráðinu er lokið en ekki hefur verið greint frá því hvort ákærur verði gefnar út á hendur einhverjum vegna þess.Dóminn í heild sinni má finna hér. Samráð olíufélaga Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag olíufélögin Ker hf, sem áður var Olíufélagið Esso, OLÍS og Skeljung til að greiða Reykjavíkurborg 72 milljónir króna í bætur vegna samráðs þeirra á níunda áratug síðustu aldar. Þá voru félögin dæmd til að greiða Strætó bs. 5,8 milljónir vegna sömu saka. Borgin og Strætó stefndu olíufélögunum vegna samráðs þeirra og krafðist fyrrnefndi aðilinn 138 milljóna króna í skaðabætur en Strætó 19 milljóna króna, samtals um 157 milljónir króna. Varakrafa borgarinnar var rúmar 72 milljónir og Strætós um 5,8 milljónir króna og varð héraðsdómur við þeim. Þá voru olíufélögin dæmd til að greiða um 1,2 milljónir króna í málskostnaði í máli borgarinnar og um 100 þúsund krónur í máli Strætós. Reykjavíkurborg og Strætó ákváðu að hefja málaferlin snemma á árinu eftir árangurslausar viðræður borgarinnar og olíufélaganna um bætur. Við aðalmeðferð málsins í síðasta mánuði viðurkenndu lögmenn olíufélaganna samráðið. Þeir höfnuðu hins vegar bótakröfunum og báru því við að ekki hefðu verið færðar sönnur á skaða vegna samráðsins, hvað þá að hægt væri að tilgreina upphæð í því samhengi. Málið höfðaði borgin eftir að samkeppnisyfiröld höfðu komist að þeirri niðurstöðu að félögin hefðu haft með sér ólögmætt samráð, þar á meðal í útboði Innkaupastofnunar Reykjavíkur árið 1996 fyrir hönd Reykjavíkurborgar eftir tilboðum vegna kaupa á gasolíu, 95 oktana bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöð Reykjavíkur og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar.Vísaði borgin til þess að í ákvörðun samkeppnisyfirvalda hafi komið fram að forstjórar olíufélaganna hafi gengist við því fyrir samkeppnisyfirvöldum að hafa viðhaft samráð og samstilltar aðgerðir vegna útboðsins. Við kröfugerð borgarinnar varð gerður samanburður á útboðinu árið 1996 við niðurstöðu í öðru útboði á árinu 2001 þar sem OLÍS átti lægsta boð.Í niðurstöðu dómsins kemur fram að í málinu liggi fyrir viðurkenning olíufélaganna á því að þeir hafi haft með sér ólögmætt samráð á árinu 1996. Hins vegar ekki fallist á aðalkröfu Reykjavíkurborgar vegna þess að borginni hafi ekki tekist að sýna fram á að þær forsendur sem réðu álagningu hjá OLÍS hafi almennt átt við við útboðið 1996.Telur dómurinn hins vegar að verulegar líkur hafi verið leiddar að því, að ef samráð stefndu hefði ekki komið til, hefðu framboðin verð í útboðinu 1996 a.m.k. orðið lægri. Var fallist á varakröfunu borgarinnar en hún byggðist á samkomulagi olíufélaganna um að Skeljungur hf. fengi samninginn við stefnanda og greiddi hinum tveimur „söluskiptingu pr. ltr." eða „hlutdeild í framlegð", eins og það heitir í ákvörðun Samkeppnisstofnunar.Ekki liggur fyrir hvort olíufélögin þrjú munu áfrýja dómi héraðsdóms til Hæstaréttar.Ekki liggur fyrir hvort olíufélögin þrjú munu áfrýja dómi héraðsdóms til Hæstaréttar.Þetta er annar dómurinn sem kveðinn er upp í tengslum við samráðið en í síðustu viku sýknaði héraðsdómur Ker hf., sem áður var Olíufélagið ESSO, af skaðabótakröfum húsasmiðs á Húsavík sem taldi sig hafa þurft að greiða of mikið fyrir bensín á samráðstímanum.Segja má að mál borgarinnar gegn olíufélögunum hafi líkt og mál húsasmiðsins hafi ákveðið fordæmisgildi. Ríkið hefur einnig ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur félögunum vegna meints samráðs í tenglsum við útboð á olíuvörum fyrir Landhelgisgæsluna og lögregluembættin í landinu.Við þetta má bæta að rannsókn ríkissaksóknara á meintum brotum tengdum samráðinu er lokið en ekki hefur verið greint frá því hvort ákærur verði gefnar út á hendur einhverjum vegna þess.Dóminn í heild sinni má finna hér.
Samráð olíufélaga Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira