Samráð olíufélaga

Fréttamynd

Von á fjölda mála eftir úrskurð Hæstaréttar í olíumáli

Von er á tugum mála á hendur stóru olíufélögunum vegna ólöglegs samráðs þeirra á næstunni eftir að Hæstiréttur komst að því í gær að héraðsdómi bæri að taka til meðferðar kröfu Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, um bætur frá Keri, fyrrverandi eiganda Esso, vegna samráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að ákæru um samráð verði vísað frá

Verjendur forstjóra olíufélaganna þriggja sem sæta ákæru í samráðsmálinu á hendur olíufélögunum kröfðust þess í héraðsdómi í morgun að málinu yrði vísað frá. Allir þrír ákærðu voru viðstaddir þingfestingu í héraðsdómi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Olíusamráðsdómur hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir fyrirliggjandi að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í máli Reykjavíkurborgar og Strætós á hendur stóru olíufélögunum vegna samráðs þeirra hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ enda séu málin keimlík.

Innlent
Fréttamynd

Forstjórar olíufélaganna ákærðir

Ákæra hefur verið gefin út á hendur núverandi og fyrrverandi forstjórum stóru olíufélaganna vegna ólöglegs samráðs um olíuverð. Þetta eru þeir Einar Benediktsson, núverandi forstjóri Olís, Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Essó, og Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs. Brot forstjóranna geta varðað allt að fjögurra ára fangelsi ef sakir eru miklar.

Innlent
Fréttamynd

Nærri 78 milljóna króna skaðabætur fyrir samráð

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag olíufélögin Ker hf, sem áður var Olíufélagið Esso, OLÍS og Skeljung til að greiða Reykjavíkurborg 72 milljónir króna í bætur vegna samráðs þeirra á níunda áratug síðustu aldar. Þá voru félögin dæmd til að greiða Strætó bs. 5,8 milljónir vegna sömu saka.

Innlent
Fréttamynd

Ker sýknað af skaðabótakröfu tengdri samráði

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Ker af kröfu Sigurðar Hreinssonar frá Húsavík um bætur vegna þess skaða sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna samráðs stóru olíufélaganna. Þetta er fyrsti dómur sem fellur í máli tengdu samráði olíufélaganna.

Innlent
Fréttamynd

Dómur fellur í máli tengdu olíusamráði í dag

Héraðsdómur Reykjavíkur fellir í dag dóm í fyrsta málinu tengt olíusamráði stóru olíufélaganna. Það er Sigurður Hreinsson á Húsavík sem höfðar málið og fer fram á það að Ker hf., sem er fyrrverandi eigandi Olíufélagsins Esso, greiði sér um 180 þúsund krónur í skaðabætur vegna skaða sem hann hafi orðið fyrir í tengslum við samráð olíufélaganna á níunda áratug síðustu aldar.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið í mál við olíufélögin

Dómsmálaráðuneytið hefur falið Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni að höfða skaðabótamál á hendur stóru olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs á tíunda áratug síðustu aldar. Vilhjálmur sagði í samtali við fréttastofu að krafan varðaði einkum meint samráð vegna útboða á olíuvörum fyrir Landhelgisgæsluna og lögregluembættin í landinu en sagði kröfugerð ekki hafa verið mótaða

Innlent
Fréttamynd

Stefna borgarinnar og Strætó tekin fyrir

Reykjavíkurborg og Strætó bs. hafa stefnt olíufélögunum vegna samráðs þeirra og krefjast skaðabóta upp á samtals 157 milljóna króna. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, þar sem stefnandi og verjandur kröfðust frestunar á málunum tveimur í þrjár vikur sem þeir hyggjast nota til frekari gagnaöflunar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja aðgerðir vegna olíusamráðs

Árni Mathiesen fjármálaráðherra var borinn þungum sökum við upphaf þingfundar í dag þegar hver stjórnarandstæðingurinn á fætur öðrum fór í ræðustól og gagnrýndi hann fyrir að vera ekki búinn að taka ákvörðun um málshöfðun á hendur olíufélögunum fyrir samráð þeirra. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, hóf umræðuna.

Innlent
Fréttamynd

Borgin fer fram á 151 milljón

Á fundi borgarráðs í gær var kynnt krafa Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum vegna samráðs í útboði árið 1996. Krafist er rúmlega 150 milljóna auk dráttarvaxta og innheimtukostnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Olíufélögin fá á baukinn

Stóru olíufélögin þrjú fá á baukinn í könnun sem tveir nemendur Háskólans í Reykjavík gerðu um ímynd fyrirtækja. Olíufélögin reyndust með afar slæma ímynd. Nemendurnir kenna samráði félaganna þar um.

Innlent
Fréttamynd

Olíufélögin borga 1,5 milljarða

Stóru olíufélögin þrjú þurfa í dag að greiða ríkissjóði samanlagt einn og hálfan milljarð króna í sektir fyrir ólögmætt verðsamráð við sölu á bensíni og olíu hér á landi um árabil, þótt þau ætli að áfrýja málum sínum til dómstóla.

Innlent
Fréttamynd

Bara bætur vegna útboðs árið 1996

Líklegt er að Reykjavíkurborg fari aðeins fram á skaðabætur frá olíufélögunum Olís, Essó og Skeljungi vegna eins af þremur útboðum sem snertu borgina og fjallað er um í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

Innlent
Fréttamynd

Borgin í mál við olíufélögin

Reykjavíkurborg er kominn í hóp fyrirtækja og félagasamtaka sem undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna verðsamráðs. Viðskiptin sem um ræðir nema hundruðum milljóna króna. 

Innlent
Fréttamynd

Sáttur við tilboð olíufélaganna

Framkvæmdastjóri Ístaks, segir fyrirtækið ekki ætla að krefjast bóta vegna samráðs olíufélaganna. Hann segist sáttur við kjörin. Farið verður yfir gögn vegna Landhelgisgæslunnar og Ríkiskaupa. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Óvíst hvort ríkið höfði mál

Engar ákvarðanir hafa verið teknar um það hvort ríkið höfði skaðabótamál gegn olíufélögunum vegna samráðs þeirra. Fjármálaráðherra segir að réttarstaða ríkisins verði skoðuð.

Innlent
Fréttamynd

Staðfestir sakir olíufélaganna

Guðmundur Sigurðsson, hjá Samkeppnisstofnun, segir áfrýjunarnefndina samkeppnismála staðfesta ólögmætt samráð olíufélaganna. Áfrýjunarnefndin lækkar sektir félaganna um rúman milljarð króna. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Borgin ætlar í mál

Á fundi borgarráðs á fimmtudag mun Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri leggja fram tillögu um að hafin verði undirbúningur að skaðabótamáli gegn olíufélögunum, vegna ólöglegs samráðs við útboð Reykjavíkurborgar í olíuviðskiptum.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknarhagsmunir í hættu

Ríkislögreglustjóraembættið óttast að rannsókn Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna geti haft áhrif á niðurstöðu málsins og möguleika lögreglu til að rannsaka þátt einstakra manna. Rannsóknarhagsmunir séu í hættu rannsaki tvær stofnanir málið samtímis.

Innlent
Fréttamynd

Lögin valda óvissu

Helgi Magnús Gunnarsson, hjá ríkislögreglustjóra, segir lög valda óvissu í rannsókn olíumálsins. Ekki er útilokað að olíufélögin sæti ákæru eftir rannsókn lögreglu. Á annan tug starfsmanna hafa réttarstöðu grunaðra. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fresta afhendingu olíuyfirlits

Starfsfólk Essó neitaði í liðinni viku viðskiptavinum sínum um yfirlit yfir viðskipti þeirra við félagið undanfarin ár. Töluvert var um að fólk óskaði eftir upplýsingunum eftir að Neytendasamtökin hvöttu almenning til að afhenda samtökunum nótur vegna olíukaupa. Það var gert vegna fyrirhugaðrar skaðabótakröfu sem rekin verður fyrir dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Alcan vill bætur frá olíufélögunum

Forsvarsmenn Alcan, áður Ísal, hafa ákveðið að sækjast eftir bótum frá olíufélögunum vegna verðsamráðs þeirra. Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir fyrirtækið bera olíufélögin ótvíræða skaðabótaskyldu vegna þess. Ekki hefur verið ákveðið hvort beðið verði um viðræður við félögin áður en höfðað verður skaðabótamál.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um hagnað af samráði

Við málflutning fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála á mánudag var hart deilt á skýrslu þeirra Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, og Jóns Þórs Sturlusonar, sérfræðings á stofnuninni, sem þeir gerðu fyrir olíufélögin og var lögð fram til varnar olíufélögunum í haust.

Innlent