Borgin í mál við olíufélögin 3. febrúar 2005 00:01 Reykjavíkurborg er kominn í hóp fyrirtækja og félagasamtaka sem undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna verðsamráðs. Viðskiptin sem um ræðir nema hundruðum milljóna króna. Borgarráð samþykkti tillögu borgarstjóra þessa efnis í dag. Það byggir á áliti Vilhjáms H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmanns sem telur að Reykjavíkurborg og fyrirtæki borgarinnar eigi rétt á skaðabótum vegna útboðs á vegum borginnar fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöðina og Vélamiðstöðina árin 1997 til 2001. Í skýrslu samkeppnisstofnunar segir að ljóst sé að Skeljungur hafi strax árið 1995, eða ári fyrir útboðið, undirbúið samstarf olíufélaganna vegna útboðs Reykjavíkurborgar. Há forstjóra Skeljungs fannst til dæmis skjal þar sem fram kemur hvaða upphæð hvert félag skuli bjóða borginni og þær tölur stóðust þegar uppi var staðið. Þá er samráðið staðfest í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Einnig að tekin hafi verið sameiginleg ákvörðun um að Skeljungur ætti að fá viðskiptin og hvernig hagnaðinum yrði nákvæmlega skipt á milli félaganna. Vilhjálmi hefur verið falið að undirbúa kröfugerðina fyrir hönd borgarinnar og hann telur að það taki um fjórar til sex vikur. Í hans verkahring kemur væntanlega að meta og færa sönnur á þá upphæð sem borgin tapaði vegna samráðsins og hvort stefna eigi olíufélögunum þremur, þar eð þau nutu öll hagnaðarins eða Skeljungi einum. Talið er að viðskiptin hafi numið um 400 milljónum króna vegna Strætisvagna Reykjavíkur og um 160 milljónir vegna Véla- og malbikunarstöðvarinnar. Það er ljóst á öllu að lögfræðingar olíufélaganna verða ekki aðgerðarlausir næstu misserin. Fjármálaráðherra hefur sagt rétt að skoða réttarstöðu ríkisins til skaðabóta. Landssamband Íslenskra útvegsmanna undirbýr skaðabótamál og það sama er uppi á teningnum hjá Alcan, Icelandair, FÍB og Neytendasamtökunum. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Reykjavíkurborg er kominn í hóp fyrirtækja og félagasamtaka sem undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna verðsamráðs. Viðskiptin sem um ræðir nema hundruðum milljóna króna. Borgarráð samþykkti tillögu borgarstjóra þessa efnis í dag. Það byggir á áliti Vilhjáms H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmanns sem telur að Reykjavíkurborg og fyrirtæki borgarinnar eigi rétt á skaðabótum vegna útboðs á vegum borginnar fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöðina og Vélamiðstöðina árin 1997 til 2001. Í skýrslu samkeppnisstofnunar segir að ljóst sé að Skeljungur hafi strax árið 1995, eða ári fyrir útboðið, undirbúið samstarf olíufélaganna vegna útboðs Reykjavíkurborgar. Há forstjóra Skeljungs fannst til dæmis skjal þar sem fram kemur hvaða upphæð hvert félag skuli bjóða borginni og þær tölur stóðust þegar uppi var staðið. Þá er samráðið staðfest í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Einnig að tekin hafi verið sameiginleg ákvörðun um að Skeljungur ætti að fá viðskiptin og hvernig hagnaðinum yrði nákvæmlega skipt á milli félaganna. Vilhjálmi hefur verið falið að undirbúa kröfugerðina fyrir hönd borgarinnar og hann telur að það taki um fjórar til sex vikur. Í hans verkahring kemur væntanlega að meta og færa sönnur á þá upphæð sem borgin tapaði vegna samráðsins og hvort stefna eigi olíufélögunum þremur, þar eð þau nutu öll hagnaðarins eða Skeljungi einum. Talið er að viðskiptin hafi numið um 400 milljónum króna vegna Strætisvagna Reykjavíkur og um 160 milljónir vegna Véla- og malbikunarstöðvarinnar. Það er ljóst á öllu að lögfræðingar olíufélaganna verða ekki aðgerðarlausir næstu misserin. Fjármálaráðherra hefur sagt rétt að skoða réttarstöðu ríkisins til skaðabóta. Landssamband Íslenskra útvegsmanna undirbýr skaðabótamál og það sama er uppi á teningnum hjá Alcan, Icelandair, FÍB og Neytendasamtökunum.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira