Rannsóknarhagsmunir í hættu 1. febrúar 2005 00:01 Ríkislögreglustjóraembættið óttast að rannsókn Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna geti haft áhrif á niðurstöðu málsins og möguleika lögreglu til að rannsaka þátt einstakra manna. Rannsóknarhagsmunir séu í hættu rannsaki tvær stofnanir málið samtímis. Íslensku olíufélögin gagnrýndu á sínum tíma að rannsókn á samráðinu færi fram hjá tveimur opinberum stofnunum, Samkeppnisstofnun og Ríkislögreglustjóra. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála telur að lögreglurannsókn á olíufélögunum hafi ekki sjálfkrafa átt að leiða til þess að Samkeppnisstofnun hætti að rannsaka málið. Ekki sé óeðlilegt að tvær stofnanir rannsaki mál samtímis. Nefnd á vegum forsætisráðherra hóf í haust að rannsaka hvernig þessum málum verði best fyrir komið í framtíðinni en bæði Ríkislögreglustjóri og Samkeppnisstofnun virðast sammála um að lögin séu ófullnægjandi. Helgi Magnús Gunnarsson sem stjórnar rannsókn á olíufélögunum fyrir hönd Ríkislögreglustjóra segir að einhver brot kunni að vera fyrnd vegna þess hve málið kom seint til lögreglu. Það varði þá starfsmenn sem hafi hætt störfum snemma á samráðstímanum. Það eigi enn eftir að reyna á hvaða áhrif það hafi á meðferð refsimálsins, verði ákæra gefin út á hendur forsvarsmönnum olíufélaganna, að málið hafi verið rannsakað af tveimur stofnunum. Forsvarsmenn olíufélaganna muni sjálfsagt bera því aftur við að þeir hafi unnið með Samkeppnisstofnun í trausti þess að málið færi ekki til lögreglu. Kröfur um málsmeðferð séu meiri fyrir dómi og sönnunarbyrði í sakamáli og réttarstaða sakborninga sömuleiðis. Það geti haft áhrif á niðurstöðu málsins. Það bíði nefndar forsætisráðherra að ákveða hvernig verði skilið á milli þessara mála í framtíðinni. Það sé þó eindreginn vilji Ríkislögreglustjóra að alvarlegustu samráðsmálin verði bara á könnu lögreglu. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Ríkislögreglustjóraembættið óttast að rannsókn Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna geti haft áhrif á niðurstöðu málsins og möguleika lögreglu til að rannsaka þátt einstakra manna. Rannsóknarhagsmunir séu í hættu rannsaki tvær stofnanir málið samtímis. Íslensku olíufélögin gagnrýndu á sínum tíma að rannsókn á samráðinu færi fram hjá tveimur opinberum stofnunum, Samkeppnisstofnun og Ríkislögreglustjóra. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála telur að lögreglurannsókn á olíufélögunum hafi ekki sjálfkrafa átt að leiða til þess að Samkeppnisstofnun hætti að rannsaka málið. Ekki sé óeðlilegt að tvær stofnanir rannsaki mál samtímis. Nefnd á vegum forsætisráðherra hóf í haust að rannsaka hvernig þessum málum verði best fyrir komið í framtíðinni en bæði Ríkislögreglustjóri og Samkeppnisstofnun virðast sammála um að lögin séu ófullnægjandi. Helgi Magnús Gunnarsson sem stjórnar rannsókn á olíufélögunum fyrir hönd Ríkislögreglustjóra segir að einhver brot kunni að vera fyrnd vegna þess hve málið kom seint til lögreglu. Það varði þá starfsmenn sem hafi hætt störfum snemma á samráðstímanum. Það eigi enn eftir að reyna á hvaða áhrif það hafi á meðferð refsimálsins, verði ákæra gefin út á hendur forsvarsmönnum olíufélaganna, að málið hafi verið rannsakað af tveimur stofnunum. Forsvarsmenn olíufélaganna muni sjálfsagt bera því aftur við að þeir hafi unnið með Samkeppnisstofnun í trausti þess að málið færi ekki til lögreglu. Kröfur um málsmeðferð séu meiri fyrir dómi og sönnunarbyrði í sakamáli og réttarstaða sakborninga sömuleiðis. Það geti haft áhrif á niðurstöðu málsins. Það bíði nefndar forsætisráðherra að ákveða hvernig verði skilið á milli þessara mála í framtíðinni. Það sé þó eindreginn vilji Ríkislögreglustjóra að alvarlegustu samráðsmálin verði bara á könnu lögreglu.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira