Alcan vill bætur frá olíufélögunum 14. janúar 2005 00:01 Forsvarsmenn Alcan, áður Ísal, hafa ákveðið að sækjast eftir bótum frá olíufélögunum vegna verðsamráðs þeirra. Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir fyrirtækið bera olíufélögin ótvíræða skaðabótaskyldu vegna þess. Ekki hefur verið ákveðið hvort beðið verði um viðræður við félögin áður en höfðað verður skaðabótamál. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan segir að félagið muni ekki sitja þegjandi undir þessu, enda nemi tjónið að minnsta kosti tugum milljóna. Hann segir að ekki sé búið að meta tjónið nákvæmlega en miða megi við að fyrirtækið kaupi olíu fyrir um 200 til 250 milljónir á ári. Landsamband íslenskra útvegsmanna hefur þegar óskað eftir viðræðum við olíufélögin um skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin hefur orðið fyrir vegna verðsamráðs. Í niðurstöðu samkeppnisráðs kemur fram að olíufélögin hafi gert Ísal þannig tilboð að tryggt væri að Skeljungur héldi viðskiptunum við fyrirtækið gegn því að Skeljungur héldi áfram að skipta framlegð af viðskiptunum með Olís og ESSÓ. Samkvæmt niðurstöðu samkeppnisráðs höfðu olíufélögin um áratugaskeið skipt með sér sölu Skeljungs til Ísal. Strax á fundi olíufélaganna árið 1967 var samþykkt að félögin myndu bjóða tiltekið verð í kaup Ísal á eldsneyti. Jafnframt var ákveðið að það félag sem fengi viðskiptin skyldi skipta sölunni jafnt með hinum félögunum. Að mati samkeppnisráðs sýna gögn málsins með skýrum hætti að þetta fyrirkomulag hafi staðið þar til Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá olíufélögunum árið 2001. Árið 1996 ákváður stjórnendur Ísal að endurnýja samning við Skeljung. Starfsmenn olíufélagsins tilkynntu þá Essó og Olís um þessar viðræður og leituðu eftir samþykki þeirra varðandi kjör sem bjóða ætti. Jafnframt sýna gögnin að Skeljungur hafi leynt Ísal því að félagið skipti sölunni með hinum olíufélögunum og hefði gert það frá upphafi viðskiptanna árið 1967. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Forsvarsmenn Alcan, áður Ísal, hafa ákveðið að sækjast eftir bótum frá olíufélögunum vegna verðsamráðs þeirra. Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir fyrirtækið bera olíufélögin ótvíræða skaðabótaskyldu vegna þess. Ekki hefur verið ákveðið hvort beðið verði um viðræður við félögin áður en höfðað verður skaðabótamál. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan segir að félagið muni ekki sitja þegjandi undir þessu, enda nemi tjónið að minnsta kosti tugum milljóna. Hann segir að ekki sé búið að meta tjónið nákvæmlega en miða megi við að fyrirtækið kaupi olíu fyrir um 200 til 250 milljónir á ári. Landsamband íslenskra útvegsmanna hefur þegar óskað eftir viðræðum við olíufélögin um skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin hefur orðið fyrir vegna verðsamráðs. Í niðurstöðu samkeppnisráðs kemur fram að olíufélögin hafi gert Ísal þannig tilboð að tryggt væri að Skeljungur héldi viðskiptunum við fyrirtækið gegn því að Skeljungur héldi áfram að skipta framlegð af viðskiptunum með Olís og ESSÓ. Samkvæmt niðurstöðu samkeppnisráðs höfðu olíufélögin um áratugaskeið skipt með sér sölu Skeljungs til Ísal. Strax á fundi olíufélaganna árið 1967 var samþykkt að félögin myndu bjóða tiltekið verð í kaup Ísal á eldsneyti. Jafnframt var ákveðið að það félag sem fengi viðskiptin skyldi skipta sölunni jafnt með hinum félögunum. Að mati samkeppnisráðs sýna gögn málsins með skýrum hætti að þetta fyrirkomulag hafi staðið þar til Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá olíufélögunum árið 2001. Árið 1996 ákváður stjórnendur Ísal að endurnýja samning við Skeljung. Starfsmenn olíufélagsins tilkynntu þá Essó og Olís um þessar viðræður og leituðu eftir samþykki þeirra varðandi kjör sem bjóða ætti. Jafnframt sýna gögnin að Skeljungur hafi leynt Ísal því að félagið skipti sölunni með hinum olíufélögunum og hefði gert það frá upphafi viðskiptanna árið 1967.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira