Lögin valda óvissu 1. febrúar 2005 00:01 Á annan tug starfsmanna hafa réttarstöðu grunaðra við rannsókn olíumálsins. Helgi Magnús Gunnarsson, lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra, segir embættið þurfa að ákveða að lokinni rannsókn á máli olíufélaganna hvort olíufélögin verði ákærð eða ekki. Hann segir lögin óskýr og unnið sé að breytingum á þeim. Núgildandi lög gera ráð fyrir að samkeppnisyfirvöld rannsaki brot fyrirtækja en lögregla geti bæði rannsakað brot fyrirtækja og einstaklinga. "Samkeppnislögin gera ráð fyrir að fyrirtækjum geti allt eins verið refsað í opinberu máli án þess það hafi áhrif á hvað meðferð málið er búið að fá hjá samkeppnisyfirvöldum," segir Helgi. Lögregla og samkeppnisyfirvöld túlka lögin hvort með sínum hætti. "Vandamálið er að við eigum að vinna eftir lögunum en þau svara þessu ekki á fullnægjandi hátt. Lögin eru gölluð og það þarf að skerpa á reglum um verkaskiptingu á milli lögreglu og samkeppnisyfirvalda," segir Helgi. Helgi segir töluvert þar til lögreglurannsókninni lýkur. Lögregla geti ekki notað það sem haft er eftir starfsmönnum olíufélaganna í skýrslu samkeppnisráðs. Lögreglan þurfi að vinna eftir lögum um meðferð opinberra mála þar sem sumir starfsmannanna geti haft réttarstöðu grunaðra og þurfi þar með ekki að tjá sig frekar en þeir vilji. Einnig er öðruvísi tekið á ósannsögli þeirra sem hafa réttarstöðu grunaðra. "Ef málið hefði strax komið til okkar værum við að vinna frumvinnuna í stað þess að endurtaka vinnu samkeppnisráðs að hluta," segir Helgi. Þess ber einnig að geta að rannsókn samkeppnisyfirvalda rífur ekki fyrningu á meintum brotum einstaklinga heldur eingöngu yfirheyrslur hjá lögreglu. Þegar starfsmenn hættu hjá fyrirtækjunum byrjaði fyrningartími að líða en fyrningatími miðast við síðasta brot. Verði fyrirtæki sakfelld samkvæmt ákæru getur það þýtt fésekt eða missi starfsleyfis fyrir fyrirtækið. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Á annan tug starfsmanna hafa réttarstöðu grunaðra við rannsókn olíumálsins. Helgi Magnús Gunnarsson, lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra, segir embættið þurfa að ákveða að lokinni rannsókn á máli olíufélaganna hvort olíufélögin verði ákærð eða ekki. Hann segir lögin óskýr og unnið sé að breytingum á þeim. Núgildandi lög gera ráð fyrir að samkeppnisyfirvöld rannsaki brot fyrirtækja en lögregla geti bæði rannsakað brot fyrirtækja og einstaklinga. "Samkeppnislögin gera ráð fyrir að fyrirtækjum geti allt eins verið refsað í opinberu máli án þess það hafi áhrif á hvað meðferð málið er búið að fá hjá samkeppnisyfirvöldum," segir Helgi. Lögregla og samkeppnisyfirvöld túlka lögin hvort með sínum hætti. "Vandamálið er að við eigum að vinna eftir lögunum en þau svara þessu ekki á fullnægjandi hátt. Lögin eru gölluð og það þarf að skerpa á reglum um verkaskiptingu á milli lögreglu og samkeppnisyfirvalda," segir Helgi. Helgi segir töluvert þar til lögreglurannsókninni lýkur. Lögregla geti ekki notað það sem haft er eftir starfsmönnum olíufélaganna í skýrslu samkeppnisráðs. Lögreglan þurfi að vinna eftir lögum um meðferð opinberra mála þar sem sumir starfsmannanna geti haft réttarstöðu grunaðra og þurfi þar með ekki að tjá sig frekar en þeir vilji. Einnig er öðruvísi tekið á ósannsögli þeirra sem hafa réttarstöðu grunaðra. "Ef málið hefði strax komið til okkar værum við að vinna frumvinnuna í stað þess að endurtaka vinnu samkeppnisráðs að hluta," segir Helgi. Þess ber einnig að geta að rannsókn samkeppnisyfirvalda rífur ekki fyrningu á meintum brotum einstaklinga heldur eingöngu yfirheyrslur hjá lögreglu. Þegar starfsmenn hættu hjá fyrirtækjunum byrjaði fyrningartími að líða en fyrningatími miðast við síðasta brot. Verði fyrirtæki sakfelld samkvæmt ákæru getur það þýtt fésekt eða missi starfsleyfis fyrir fyrirtækið.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira