Ætla ekki að gefast upp 17. desember 2006 18:45 Miðborg Kaupmannahafnar logaði í óeirðum í gærkvöld og varð lögregla að beita táragasi til að dreifa hundruðum manna sem mótmæltu lokun félagsmiðstöðvar. Íslensk kona sem var á vettvangi átakanna fylgdist með þegar bensínsprengjum var kastað í allar áttir. Atburði gærkvöldsins má rekja til dóms Eystri-Landsréttar í vikunni um að hópi róttæklingarýma bæri að rýma félagsmiðstöð þar sem þeir hafa hafst við í rúm tuttugu ár. Frá því að dómurinn var kveðinn upp hafa friðsöm mótmæli farið fram en í gærkvöld, þegar um þúsund manns voru samankomnir á Nørrebro, sauð hins vegar upp úr. Lögregla segir að mótmælendur hafi byrjað að kasta að sér grjóti, flöskum, flugeldum og öðru lauslegu og því hafi hún ákveðið að láta til skarar skríða og skjóta táragasi á þá. Katrín Atladóttir var á leið til vinkonu sinnar á Nørrebro þegar lætin voru hvað mest. Lögregla hafði þá lokað svæðinu enda loguðu eldar á götum og bensínsprengjur og rakettur flugu í allar áttir. Um síðir tókst laganna vörðum skipta æstum múgnum upp í smærri fylkingar og þegar yfir lauk höfðu tæplega þrjú hundruð manns verið færðir í fangageymslur. Fjórir lögreglumenn hlutu sár í átökunum og sömuleiðis nokkrir mótmælendanna. Katrín segir að talsverðar skemmdir hafi verið unnar, sérstaklega þar sem stórfyrirtæki voru til húsa. Í morgun var hins vegar ró að mestu komin á. Síðdegis fluttu svo róttæklingarnir yfirlýsingu úr einum af gluggum hússins. Þar sökuðu þeir lögregluna um valdníðslu og sögðust ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Borgaryfirvöld seldu kristnu trúfélagi húsið umdeilda fyrir nokkru og nú ætla þau að láta sverfa til stáls. Ritt Bjerregaard borgarstjóri segir að lögreglan hafi brugðist rétt við, því unglingarnir verði að yfirgefa húsið. Áður hafði hún sagt að þeir gætu verið þar áfram. Erlent Fréttir Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Miðborg Kaupmannahafnar logaði í óeirðum í gærkvöld og varð lögregla að beita táragasi til að dreifa hundruðum manna sem mótmæltu lokun félagsmiðstöðvar. Íslensk kona sem var á vettvangi átakanna fylgdist með þegar bensínsprengjum var kastað í allar áttir. Atburði gærkvöldsins má rekja til dóms Eystri-Landsréttar í vikunni um að hópi róttæklingarýma bæri að rýma félagsmiðstöð þar sem þeir hafa hafst við í rúm tuttugu ár. Frá því að dómurinn var kveðinn upp hafa friðsöm mótmæli farið fram en í gærkvöld, þegar um þúsund manns voru samankomnir á Nørrebro, sauð hins vegar upp úr. Lögregla segir að mótmælendur hafi byrjað að kasta að sér grjóti, flöskum, flugeldum og öðru lauslegu og því hafi hún ákveðið að láta til skarar skríða og skjóta táragasi á þá. Katrín Atladóttir var á leið til vinkonu sinnar á Nørrebro þegar lætin voru hvað mest. Lögregla hafði þá lokað svæðinu enda loguðu eldar á götum og bensínsprengjur og rakettur flugu í allar áttir. Um síðir tókst laganna vörðum skipta æstum múgnum upp í smærri fylkingar og þegar yfir lauk höfðu tæplega þrjú hundruð manns verið færðir í fangageymslur. Fjórir lögreglumenn hlutu sár í átökunum og sömuleiðis nokkrir mótmælendanna. Katrín segir að talsverðar skemmdir hafi verið unnar, sérstaklega þar sem stórfyrirtæki voru til húsa. Í morgun var hins vegar ró að mestu komin á. Síðdegis fluttu svo róttæklingarnir yfirlýsingu úr einum af gluggum hússins. Þar sökuðu þeir lögregluna um valdníðslu og sögðust ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Borgaryfirvöld seldu kristnu trúfélagi húsið umdeilda fyrir nokkru og nú ætla þau að láta sverfa til stáls. Ritt Bjerregaard borgarstjóri segir að lögreglan hafi brugðist rétt við, því unglingarnir verði að yfirgefa húsið. Áður hafði hún sagt að þeir gætu verið þar áfram.
Erlent Fréttir Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira