Tvö vinnuslys á Kárahnjúkum í gær 17. desember 2006 18:34 Ekkert lát virðist vera á vinnuslysum við Kárahnjúka, en tvö slys urðu þar í gær. Vinnueftirlitið vill stöðva framkvæmdir þar til búið er að gera úrbætur í öryggismálum.Fyrra slysið í gær varð með þeim hætti að kínverskur verkamaður fékk ofan á sig steypuklump þar sem verið var að steypusprauta göng, en síðan féll maður niður úr stiga. Hvorugur er alvarlega slasaður en báðir voru fluttir á sjúkrahús.Fyrir helgina, fór vinnueftirlitið fram á það bréflega, að öryggi yrði tryggt á svæðinu og það staðfest af eftirlitsaðila vinnueftirlits ríkisins áður en vinna verði leyfð áfram. Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlits ríkisins segir að slaknað hafi verulega á daglegu innra öryggiseftirliti og hann segir það lágmarkskröfu að mál verði þegar í stað sett í rétta forgangsröð; "Öryggið númer eitt, verkið númer tvö."Fjórir hafa látist við Kárahnjúka og tæplega tólf hundruð vinnuslys hafa verið tilkynnt til vinnueftirlitsins frá því bygging virkjunarinnar hófst.Oddur Friðriksson yfirtrúnaðarmaður á Kárahnjúkasvæðinu segir að kerfislægt séu öryggismál í ágætu lagi, en nú séu menn að horfa fram á aukna áhættuhegðun starfsfólks og verkstjóra og það sé vandamálið í dag. Þá telur Oddur ákveðið kæruleysi einkenna framkvæmdir á lokaspretti þeirra. Eyjólfur tekur undir það og nefnir sem dæmi að yfirmaður öryggismála hjá Impregilo sé farinn í jólafrí. Það sé með engu móti hægt að fallast á. Fréttir Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Ekkert lát virðist vera á vinnuslysum við Kárahnjúka, en tvö slys urðu þar í gær. Vinnueftirlitið vill stöðva framkvæmdir þar til búið er að gera úrbætur í öryggismálum.Fyrra slysið í gær varð með þeim hætti að kínverskur verkamaður fékk ofan á sig steypuklump þar sem verið var að steypusprauta göng, en síðan féll maður niður úr stiga. Hvorugur er alvarlega slasaður en báðir voru fluttir á sjúkrahús.Fyrir helgina, fór vinnueftirlitið fram á það bréflega, að öryggi yrði tryggt á svæðinu og það staðfest af eftirlitsaðila vinnueftirlits ríkisins áður en vinna verði leyfð áfram. Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlits ríkisins segir að slaknað hafi verulega á daglegu innra öryggiseftirliti og hann segir það lágmarkskröfu að mál verði þegar í stað sett í rétta forgangsröð; "Öryggið númer eitt, verkið númer tvö."Fjórir hafa látist við Kárahnjúka og tæplega tólf hundruð vinnuslys hafa verið tilkynnt til vinnueftirlitsins frá því bygging virkjunarinnar hófst.Oddur Friðriksson yfirtrúnaðarmaður á Kárahnjúkasvæðinu segir að kerfislægt séu öryggismál í ágætu lagi, en nú séu menn að horfa fram á aukna áhættuhegðun starfsfólks og verkstjóra og það sé vandamálið í dag. Þá telur Oddur ákveðið kæruleysi einkenna framkvæmdir á lokaspretti þeirra. Eyjólfur tekur undir það og nefnir sem dæmi að yfirmaður öryggismála hjá Impregilo sé farinn í jólafrí. Það sé með engu móti hægt að fallast á.
Fréttir Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira