Dauðadómur í Líbíu 19. desember 2006 19:15 Dómstóll í Líbíu hefur dæmt fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og palestínskan lækni til dauða fyrir að myrða rúmlega fjögur hundruð líbönsk börn. Þeim er gefið að sök að hafa sýkt börnin viljandi með HIV-vírusnum sem veldur alnæmi. Hjúkrunarkonurnar og læknirinn hófu störf í bænum Benghazi árið 1998. Ári síðar voru þau ákærð fyrir að hafa viljandi smitað fjögur hundruð tuttugu og sex börn. Síðan málið var tekið til meðferðar hafa fimmtíu og tvö þeirra látist. Fólkið var sakfellt og dæmd til dauða árið 2004, en sá dómur var kærður til hæstaréttar sem ógilti hann á þeim forsendum að málsmeðferð hefði verið ábótavant. Málið var þá tekið fyrir á ný og nú liggur dómur undirréttar fyrir. Honum verður áfrýjað. Verjendur segja HIV veiruna hafa skotið sér niður á sjúkrahúsinu áður en ákærðu hafi komið til starfa þar. Þau drógu upphaflegar játningar til baka og sögðust hafa verið pyntuð. Ashraf al-Hazouz, einn sakborninga, segir ekki hægt að trúa því sem fram komi í líbískum fjölmiðlum. Allt sem hafi komið fram við réttarhöldin sé lygi. Logið sé til um að þau tengist málinu og ekki byggt á læknisfræðilegum rökum eða lagalegum. Evrópuríki, Bandaríkin og alþjóðleg mannréttindasamtök segja hjúkrunarkonurnar og lækninn blórabögla. Ekki sé tekið á hreinlætismálum í sjúkrahúsum í Líbíu. Ættingjar barnanna fögnuðu þegar dómurinn lá fyrir í morgun. Ibrahim Mohammed al-Aurabi, faðir eins barnsins, segir þetta dóm fyrir alla frjálsa Líbíumenn. Dómurinn gleðji alla landa sína. Hann sagði þetta sigur fyrir líbískt réttarkerfi og blessun frá Guði. Líbísk stjórnvöld hafa farið fram á það að ættingjum hvers barns verði greiddar jafnvirði rúmlega níu hundruð milljónum íslenskra króna í bætur. Þá yrði dómurinn mildaður. Þessu tilboði hefur verið hafnað. Erlent Fréttir Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Dómstóll í Líbíu hefur dæmt fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og palestínskan lækni til dauða fyrir að myrða rúmlega fjögur hundruð líbönsk börn. Þeim er gefið að sök að hafa sýkt börnin viljandi með HIV-vírusnum sem veldur alnæmi. Hjúkrunarkonurnar og læknirinn hófu störf í bænum Benghazi árið 1998. Ári síðar voru þau ákærð fyrir að hafa viljandi smitað fjögur hundruð tuttugu og sex börn. Síðan málið var tekið til meðferðar hafa fimmtíu og tvö þeirra látist. Fólkið var sakfellt og dæmd til dauða árið 2004, en sá dómur var kærður til hæstaréttar sem ógilti hann á þeim forsendum að málsmeðferð hefði verið ábótavant. Málið var þá tekið fyrir á ný og nú liggur dómur undirréttar fyrir. Honum verður áfrýjað. Verjendur segja HIV veiruna hafa skotið sér niður á sjúkrahúsinu áður en ákærðu hafi komið til starfa þar. Þau drógu upphaflegar játningar til baka og sögðust hafa verið pyntuð. Ashraf al-Hazouz, einn sakborninga, segir ekki hægt að trúa því sem fram komi í líbískum fjölmiðlum. Allt sem hafi komið fram við réttarhöldin sé lygi. Logið sé til um að þau tengist málinu og ekki byggt á læknisfræðilegum rökum eða lagalegum. Evrópuríki, Bandaríkin og alþjóðleg mannréttindasamtök segja hjúkrunarkonurnar og lækninn blórabögla. Ekki sé tekið á hreinlætismálum í sjúkrahúsum í Líbíu. Ættingjar barnanna fögnuðu þegar dómurinn lá fyrir í morgun. Ibrahim Mohammed al-Aurabi, faðir eins barnsins, segir þetta dóm fyrir alla frjálsa Líbíumenn. Dómurinn gleðji alla landa sína. Hann sagði þetta sigur fyrir líbískt réttarkerfi og blessun frá Guði. Líbísk stjórnvöld hafa farið fram á það að ættingjum hvers barns verði greiddar jafnvirði rúmlega níu hundruð milljónum íslenskra króna í bætur. Þá yrði dómurinn mildaður. Þessu tilboði hefur verið hafnað.
Erlent Fréttir Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira