16 ára piltur dæmdur fyrir hættulega líkamsárás 20. desember 2006 15:59 Frá Hafnargötu í Keflavík þar sem skemmtistaðurinn Traffic er. MYND/Víkurfréttir Sextán ára piltur var dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Keflavík í desember í fyrra. Hann var ákærður fyrir að hafa á skemmtistaðnum Traffic slegið glerglasi í höfuðið á öðrum manni þannig að hann hlaut nokkra djúpa skurði á höfði og á gagnaugasvæði, sem leiddi til þess að slagæð fór í sundur og maðurinn missti einn og hálfan til tvo lítra af blóði og komst í „sjokkástand" eins og segir í dómnum. Pilturinn játaði að hafa rekið glasið í andlit mannsins en sagði hins vegar um óhapp að ræða og neitaði á þeim grunni sök í málinu. Út frá framburði vitna og þeim skrifum ákærða á heimasíðu sína að hann hefði asnast til að þruma bjórglasi í andlitið á einhverjum manni þótti dóminum sannað að hann hefði brotið af sér. Segir orðrétt í dómnum: „Verður þessi lýsing trauðla skilin á þann veg að með henni sé verið að greina frá slysi eða óhappatilviki, en hana lét ákærði uppi á vettvangi sem telja má líklegt að hann hafi ekki búist við að myndi koma til skoðunar í tengslum við rannsókn málsins. Má að nokkru horfa til þessa við sakarmat." Segir í dómnum að árás piltsins hafi verið hrottafengin og tilviljun ein hafi ráðið því að fórnarlambið varð ekki fyrir alvarlegra líkamstjóni en raun ber vitni, en stórkostleg líkamsmeiðsl og örkuml hefðu hæglega getað hlotist af verknaði ákærða. Hins vegar var litið til þess hve ungur pilturinn var og var hann því dæmdur í hálfs árs fangelsi sem er skilorðsbundið til fjögurra ára. Skaðabótakröfu fórnarlambsins upp á tæpar 700 þúsund krónur var hins vegar vísað frá þar sem henni var beint að piltinum sem er ófjárráða en ekki lögráðamanni hans. Dómsmál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira
Sextán ára piltur var dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Keflavík í desember í fyrra. Hann var ákærður fyrir að hafa á skemmtistaðnum Traffic slegið glerglasi í höfuðið á öðrum manni þannig að hann hlaut nokkra djúpa skurði á höfði og á gagnaugasvæði, sem leiddi til þess að slagæð fór í sundur og maðurinn missti einn og hálfan til tvo lítra af blóði og komst í „sjokkástand" eins og segir í dómnum. Pilturinn játaði að hafa rekið glasið í andlit mannsins en sagði hins vegar um óhapp að ræða og neitaði á þeim grunni sök í málinu. Út frá framburði vitna og þeim skrifum ákærða á heimasíðu sína að hann hefði asnast til að þruma bjórglasi í andlitið á einhverjum manni þótti dóminum sannað að hann hefði brotið af sér. Segir orðrétt í dómnum: „Verður þessi lýsing trauðla skilin á þann veg að með henni sé verið að greina frá slysi eða óhappatilviki, en hana lét ákærði uppi á vettvangi sem telja má líklegt að hann hafi ekki búist við að myndi koma til skoðunar í tengslum við rannsókn málsins. Má að nokkru horfa til þessa við sakarmat." Segir í dómnum að árás piltsins hafi verið hrottafengin og tilviljun ein hafi ráðið því að fórnarlambið varð ekki fyrir alvarlegra líkamstjóni en raun ber vitni, en stórkostleg líkamsmeiðsl og örkuml hefðu hæglega getað hlotist af verknaði ákærða. Hins vegar var litið til þess hve ungur pilturinn var og var hann því dæmdur í hálfs árs fangelsi sem er skilorðsbundið til fjögurra ára. Skaðabótakröfu fórnarlambsins upp á tæpar 700 þúsund krónur var hins vegar vísað frá þar sem henni var beint að piltinum sem er ófjárráða en ekki lögráðamanni hans.
Dómsmál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira