Inter Milan jafnaði í gær met í ítölsku A-deildinni í fótbolta þegar liðið vann sinn 11 sigur í röð. Þá lagði liðið Atalanta af velli, 2-1, en Roma náði samskonar sigurgöngu á síðustu leiktíð. Inter er langefst á Ítalíu þegar farið er í jólafrí, eða með sjö stiga forystu.
Atlanta komst óvænt yfir á 17. mínútu leiksins með marki frá Cristiano Doni en Brasilíumaðurinn Adriano jafnaði metin á 64. mínútu. Þetta var hans fyrsta mark í níu mánuði. Skömmu síðar varð Simeone Loria fyrir því óláni að skora sjálfsmark og þar við sat.