Í jólaávarpi páfa í Vatíkaninu í dag talaði Benedikt páfi um mikilvægi lífs allt frá upphafi þess til eðlilegra loka þess. Mikil umræða hefur verið á Ítalíu undanfarið vegna þess að nú á dögunum framdi ítalskur læknir líknarmorð á frægu ítölsku ljóðskáldi en skáldið hafði beðið hann um það.
Vatíkanið er á móti líknarmorðum og segir að mikilvægt sé að vernda allt líf frá upphafi þess allt til eðlilegra loka þess.