Leiðtogar í friðarhug um jólin 24. desember 2006 12:31 Jákvæður andi ríkti á fundi Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í gærkvöld en þar ákváðu þeir að taka upp friðarviðræður á nýjan leik. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem leiðtogarnir ræðast við á formlegum nótum. Fundur þeirra Olmerts og Abbas fór fram í Jerúsalem og stóð hann yfir í um tvær klukkustundir. Engar formlegar viðræður hafa farið fram á milli leiðtoganna í tvö ár og sex ár eru síðan friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna fóru út um þúfur. Því sætir fundurinn í gærkvöld talsverðum tíðindum, svo og sá jákvæði andi sem á honum ríkti. Olmert og Abbas ákváðu að hefja undirbúning að nýrri viðræðnalotu en jafnframt hafði Olmert önnur jákvæð tíðindi fram að færa. Olmert ákvað nefnilega að skila um 100 milljónum dollara til heimastjórnar Abbas en peningarnir eru á reikningum sem höfðu verið frystir af Ísrael. "(Israeli) Prime Minister (Ehud) Olmert agreed to defreeze 100 (m) million (US) dollars to the (Palestinian) President (Mahmoud Abbas) for the humanitarian cases and I'm sure that this 100 (m) million (US) dollars, which is Palestinian money by the way, will be spent in accordance with the appropriate channels and with the right coordination of all those concerned." Ísraelar sögðust standa í þeirri trú að skrifstofa Abbas myndi fá peningana afhenta. Talsmaður Olmerts sagðist hins vegar í samtali við fréttamenn vilja fara aðra leið. "Peningarnir verða millifærðir beint til þeirra sem á þeim þurfa að halda og verður það gert um leið og örugg leið til þess að gera það finnst" Ákvörðun Ísraela er afar þýðingarmikil því fjársvelti palestínsku heimastjórnarinnar hefur meðal annars þýtt að opinberir starfsmenn hafa meira og minna verið tekjulausir frá því að Hamas-stjórnin komst til valda í ársbyrjun. Þá komust leiðtogarnir að samkomulagi um að nokkrum af eftirlitsstöðvum Ísraela á Vesturbakkanum verði lokað. Engin niðurstaða fékkst hins vegar í eitt helsta hitamálið, lausn palestínskra fanga úr ísraelskum fangelsum, að öðru leyti en því að viðræðum um það verði haldið áfram. Erlent Fréttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Jákvæður andi ríkti á fundi Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í gærkvöld en þar ákváðu þeir að taka upp friðarviðræður á nýjan leik. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem leiðtogarnir ræðast við á formlegum nótum. Fundur þeirra Olmerts og Abbas fór fram í Jerúsalem og stóð hann yfir í um tvær klukkustundir. Engar formlegar viðræður hafa farið fram á milli leiðtoganna í tvö ár og sex ár eru síðan friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna fóru út um þúfur. Því sætir fundurinn í gærkvöld talsverðum tíðindum, svo og sá jákvæði andi sem á honum ríkti. Olmert og Abbas ákváðu að hefja undirbúning að nýrri viðræðnalotu en jafnframt hafði Olmert önnur jákvæð tíðindi fram að færa. Olmert ákvað nefnilega að skila um 100 milljónum dollara til heimastjórnar Abbas en peningarnir eru á reikningum sem höfðu verið frystir af Ísrael. "(Israeli) Prime Minister (Ehud) Olmert agreed to defreeze 100 (m) million (US) dollars to the (Palestinian) President (Mahmoud Abbas) for the humanitarian cases and I'm sure that this 100 (m) million (US) dollars, which is Palestinian money by the way, will be spent in accordance with the appropriate channels and with the right coordination of all those concerned." Ísraelar sögðust standa í þeirri trú að skrifstofa Abbas myndi fá peningana afhenta. Talsmaður Olmerts sagðist hins vegar í samtali við fréttamenn vilja fara aðra leið. "Peningarnir verða millifærðir beint til þeirra sem á þeim þurfa að halda og verður það gert um leið og örugg leið til þess að gera það finnst" Ákvörðun Ísraela er afar þýðingarmikil því fjársvelti palestínsku heimastjórnarinnar hefur meðal annars þýtt að opinberir starfsmenn hafa meira og minna verið tekjulausir frá því að Hamas-stjórnin komst til valda í ársbyrjun. Þá komust leiðtogarnir að samkomulagi um að nokkrum af eftirlitsstöðvum Ísraela á Vesturbakkanum verði lokað. Engin niðurstaða fékkst hins vegar í eitt helsta hitamálið, lausn palestínskra fanga úr ísraelskum fangelsum, að öðru leyti en því að viðræðum um það verði haldið áfram.
Erlent Fréttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira