Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu varð fyrir því óláni í gær að fótbrotna í skíðafríi sem hann er í ásamt fjölskyldu sinni í Sun Valley í Idahó í Bandaríkjunum. Ekki er enn vitað hvort fyrrum kvikmyndastjarnan þarf að gangast undir aðgerð á lærlegg vegna brotsins, en hann er ekki í gifsi.
Að sögn talsmanns hans verður innsetningarvígslu vegna upphafs annars kjörtímabils Arnolds sem ríkisstjóra ekki frestað en hún á að eiga sér stað 4. til 5. janúar.