FL Group selur Sterling fyrir 20 milljarða 27. desember 2006 09:56 FL Group hefur selt danska flugfélagið Sterling fyrir 20 milljarða króna. Kaupandi félagins er nýstofnað fyrirtæki í ferðaþjónustu sem fengið hefur heitið Northern Travel Holding. Hluthafar hins nýja fyrirtækis eru íslensku fjárfestingafélögin Fons, FL Group og Sund. Kaupverðið verður greitt með 6 milljörðum króna í reiðufé og 14 milljörðum króna í formi seljendaláns til þriggja ára sem FL Group veitir. Til viðbótar þessu mun Northern Travel Holding taka yfir á næstu tólf mánuðum rekstrarlán og ábyrgðir sem FL Group hefur veitt Sterling. Salan á Sterling hefur lítil áhrif á rekstur FL Group og stöðu eigin fjár, að því er segir í tilkynningu um viðskiptin. Innan Northern Travel Holding eru félögin Iceland Express, 51% hlutur í breska leiguflugfélaginu Astraeus, 29,26% hlutur í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket sem skráð er á sænska hlutabréfamarkaðinn og allt hlutafé í dönsku ferðaskrifstofunni Hekla Travel. Hluthafar Northern Travel Holding eru Fons (44%), FL Group (34%) og Sund (22%). Félagið er fjármagnað með lánsfé og eigin fé en alls hefur félagið 11,5 milljarða króna í eigið fé. FL Group eignaðist Sterling í október í fyrra eftir að það sameinaðist Maersk Air. Auk kaupanna á Sterling kaupir Northern Travel Holding allt hlutafé í Iceland Express, 51% hlutafjár í Astraeus, alla hluti í Hekla Travel og um 30% útistandandi hluta í Ticket. Samanlögð velta þeirra félaga sem Northern Travel Holding kaupir er áætluð um 120 milljarðar króna og félagið flýgur um 7,5 milljón farþegum árlega. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir söluna á Sterling mikilvægt skref þar sem það hafi verið síðasta dótturfélag FL Group á sviði flugrekstrar. Þá verði til spennandi afl á ferðamarkaði á Norðurlöndunum með stofnun Northern Travel Holding, að hans sögn. Hannes verður í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
FL Group hefur selt danska flugfélagið Sterling fyrir 20 milljarða króna. Kaupandi félagins er nýstofnað fyrirtæki í ferðaþjónustu sem fengið hefur heitið Northern Travel Holding. Hluthafar hins nýja fyrirtækis eru íslensku fjárfestingafélögin Fons, FL Group og Sund. Kaupverðið verður greitt með 6 milljörðum króna í reiðufé og 14 milljörðum króna í formi seljendaláns til þriggja ára sem FL Group veitir. Til viðbótar þessu mun Northern Travel Holding taka yfir á næstu tólf mánuðum rekstrarlán og ábyrgðir sem FL Group hefur veitt Sterling. Salan á Sterling hefur lítil áhrif á rekstur FL Group og stöðu eigin fjár, að því er segir í tilkynningu um viðskiptin. Innan Northern Travel Holding eru félögin Iceland Express, 51% hlutur í breska leiguflugfélaginu Astraeus, 29,26% hlutur í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket sem skráð er á sænska hlutabréfamarkaðinn og allt hlutafé í dönsku ferðaskrifstofunni Hekla Travel. Hluthafar Northern Travel Holding eru Fons (44%), FL Group (34%) og Sund (22%). Félagið er fjármagnað með lánsfé og eigin fé en alls hefur félagið 11,5 milljarða króna í eigið fé. FL Group eignaðist Sterling í október í fyrra eftir að það sameinaðist Maersk Air. Auk kaupanna á Sterling kaupir Northern Travel Holding allt hlutafé í Iceland Express, 51% hlutafjár í Astraeus, alla hluti í Hekla Travel og um 30% útistandandi hluta í Ticket. Samanlögð velta þeirra félaga sem Northern Travel Holding kaupir er áætluð um 120 milljarðar króna og félagið flýgur um 7,5 milljón farþegum árlega. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir söluna á Sterling mikilvægt skref þar sem það hafi verið síðasta dótturfélag FL Group á sviði flugrekstrar. Þá verði til spennandi afl á ferðamarkaði á Norðurlöndunum með stofnun Northern Travel Holding, að hans sögn. Hannes verður í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent