Staðgreitt himnaskraut 3. janúar 2007 07:30 Þið hefðuð átt að sjá svipinn á nágrannanum þegar ég opnaði bílskúrinn á gamlárskvöld. Hann varð grænn af öfund þegar velsmurð bílskúrshurðin opnaðist, þar sem ég hélt á fjarstýringunni og góðum Kúbuvindli. Við blasti skraut á himnafestinguna fyrir vel á aðra milljón. Hann varð svo stúmm að ég spurði hvort hann væri ekki til í að hjálpa mér við að dúndra einhverju af þessu á loft. Þetta væri varla eins manns verk. Svo skemmtum við okkur konunglega við að skreyta himininn yfir borginni, enda seint sagt um mig að ég leyfi ekki öðrum að gleðjast með mér yfir árangrinum. Ég kom vel út úr þessu ári. Sigraði vísitölurnar hverja af annarri og uppskeran eftir því. Einn bílskúr af púðri segir lítið í árangur síðasta árs. Fram undan er spennandi ár. Ég reikna með að stóru aðilarnir verði í stuði, en rassvasaverktakar og yfirdráttarliðið súpi seyðið af fyrirhyggjuleysi og eyðslugleði. Allt sem ég sprengdi í loft upp á gamlárskvöld var staðgreitt og bara brot af auðlegðinni. Ég hef nefnilega aldrei lifað um efni fram og nú er auðvitað svo komið að ég eiginlega get ekki lifað um efni fram nema að fara út í einhverja hreina vitleysu. Þota eða snekkja myndi kannski vera leiðin til að lifa um efni fram. Ég er mátulega bjartsýnn og ætla að nýta tækifærin vel á árinu. Enn sem fyrr verða það fjármálafyrirtækin sem eru spennandi. Það kæmi mér ekki á óvart ef áður en árið er liðið, þá verði erlendur banki búinn að kaupa íslenskt fjármálafyrirtæki. Það held ég að væri gott fyrir markaðinn og myndi losa peninga í önnur félög. Íslensku útlendingarnir verða málið á árinu. Það verður fullt að gerast hjá alþjóðafyrirtækjunum, en þeir sem eru á innanlandsmarkaði eingöngu munu þurfa að hægja á sér. Ég er löngu búinn að selja allar fasteignirnar mínar og býst ekki við að fara í þann pakka hér á landi á næstunni. Nú á maður bara fasteignir í Berlín. Ég býst við að það verði spennandi að fylgjast með FL Group og Straumi á árinu. FL mun fjárfesta á fullu og ég býst við að margt eigi eftir að breytast í Straumi á árinu. Hlutabréfamarkaðurinn verður viðkvæmur og maður mun fara mjög varlega inn á hann. Stutt bakslag gæti verið fínt innkomutækifæri. Ævintýrið er rétt að byrja, en hvað maður fær út úr því ræðst af hvernig maður tímasetur innkomuna. Þolinmæði verður líklega mikilvægasta dyggðin á árinu. Ég veðja á að ég sprengi ekki minna á þessu ári en því sem nú er liðið. Vonandi verð ég ekki einn um það. Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þið hefðuð átt að sjá svipinn á nágrannanum þegar ég opnaði bílskúrinn á gamlárskvöld. Hann varð grænn af öfund þegar velsmurð bílskúrshurðin opnaðist, þar sem ég hélt á fjarstýringunni og góðum Kúbuvindli. Við blasti skraut á himnafestinguna fyrir vel á aðra milljón. Hann varð svo stúmm að ég spurði hvort hann væri ekki til í að hjálpa mér við að dúndra einhverju af þessu á loft. Þetta væri varla eins manns verk. Svo skemmtum við okkur konunglega við að skreyta himininn yfir borginni, enda seint sagt um mig að ég leyfi ekki öðrum að gleðjast með mér yfir árangrinum. Ég kom vel út úr þessu ári. Sigraði vísitölurnar hverja af annarri og uppskeran eftir því. Einn bílskúr af púðri segir lítið í árangur síðasta árs. Fram undan er spennandi ár. Ég reikna með að stóru aðilarnir verði í stuði, en rassvasaverktakar og yfirdráttarliðið súpi seyðið af fyrirhyggjuleysi og eyðslugleði. Allt sem ég sprengdi í loft upp á gamlárskvöld var staðgreitt og bara brot af auðlegðinni. Ég hef nefnilega aldrei lifað um efni fram og nú er auðvitað svo komið að ég eiginlega get ekki lifað um efni fram nema að fara út í einhverja hreina vitleysu. Þota eða snekkja myndi kannski vera leiðin til að lifa um efni fram. Ég er mátulega bjartsýnn og ætla að nýta tækifærin vel á árinu. Enn sem fyrr verða það fjármálafyrirtækin sem eru spennandi. Það kæmi mér ekki á óvart ef áður en árið er liðið, þá verði erlendur banki búinn að kaupa íslenskt fjármálafyrirtæki. Það held ég að væri gott fyrir markaðinn og myndi losa peninga í önnur félög. Íslensku útlendingarnir verða málið á árinu. Það verður fullt að gerast hjá alþjóðafyrirtækjunum, en þeir sem eru á innanlandsmarkaði eingöngu munu þurfa að hægja á sér. Ég er löngu búinn að selja allar fasteignirnar mínar og býst ekki við að fara í þann pakka hér á landi á næstunni. Nú á maður bara fasteignir í Berlín. Ég býst við að það verði spennandi að fylgjast með FL Group og Straumi á árinu. FL mun fjárfesta á fullu og ég býst við að margt eigi eftir að breytast í Straumi á árinu. Hlutabréfamarkaðurinn verður viðkvæmur og maður mun fara mjög varlega inn á hann. Stutt bakslag gæti verið fínt innkomutækifæri. Ævintýrið er rétt að byrja, en hvað maður fær út úr því ræðst af hvernig maður tímasetur innkomuna. Þolinmæði verður líklega mikilvægasta dyggðin á árinu. Ég veðja á að ég sprengi ekki minna á þessu ári en því sem nú er liðið. Vonandi verð ég ekki einn um það.
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira