Viðskipti innlent

Kynjahlutfall óbreytt þrátt fyrir framkvæmdir

Verkamenn á Kárahnjúkum.
Verkamenn á Kárahnjúkum. Markaðurinn/Vilhelm

Í fyrra var 844 einstaklingum af erlendum uppruna veitt íslenskt ríkisfang. Það eru 118 fleiri en árið áður, eða rúmlega sextán prósentum fleiri, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands.

Greiningardeild Kaupþings vekur á því athygli að mikil breyting hafi orðið á milli áratuga, en á síðasta áratug 20. aldar hafi fjöldi þeirra sem veitt hefur verið íslenskt ríkisfang að jafnaði aukist um níu prósent á milli ára. Sprenging hafi hins vegar orðið frá aldamótum. Þannig hafi árin 2003 og 2004 árleg fjölgun ríkisfangsveitinga verið í kringum tuttugu prósent að meðaltali.

„Konur hafa allt frá 1992 verið fjölmennari en karlar í hópi ríkisfangsþega og sem dæmi má nefna að árið 2001 voru þær tvöfalt fleiri," segir í greiningunni og bent á að að jafnaði hafi þær þó verið um og yfir þriðjungi fleiri. „Og virðist það hlutfall nokkuð stöðugt þrátt fyrir mikla fjölgun verkamanna í byggingariðnaði sem flestir eru karlar." Þar með er dregin sú ályktun að vinnuaflsþörfin hafi verið mikil í umönnunar- og þjónustustörfum hér á landi.

En þeirri þörf hefur verið mætt að einhverju leyti með vinnuafli erlendra kvenna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×