Vísindastefna meðalmennskunnar? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 24. janúar 2007 05:00 Vísindin efla alla dáð“ er ritað á vegginn fyrir ofan dyrnar að Hátíðarsal Háskóla Íslands. Flestir kunna hendinguna en fæstir líklega kvæðið allt eftir Jónas. Í því segir líka: „...tífaldar þakkir ber færa þeim, sem að guðdómseldinn skæra, vakið og glatt og verndað fá...“ Það er óhætt að segja að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur hafi verið færðar tífaldar þakkir fyrir að lofa Háskóla Íslands stórauknum fjárframlögum til rannsókna á næstu árum. Framlögum sem eiga að gefa skólanum kraftinn sem hann þarf til að lyfta sér til flugs áður en haldið verður uppá aldarafmæli hans. Og vissulega þurfti HÍ á stórauknum fjárframlögum að halda. Það hefur hann þurft í a.m.k. 15 ár; framlögum til kennslu og uppbyggingar í skóla þar sem nemendum hefur fjölgað gríðarlega, nýjar námsgreinar hafa verið teknar til kennslu og æ fleiri kjósa að bæta framhaldsnámi ofan á hina hefðbundnu fyrstu háskólagráðu. Það hefur lengi legið fyrir. Á það hefur ítrekað verið bent af stjórnmálamönnum og háskólafólki við litlar undirtektir stjórnvalda. Því var það óneitanlega fréttnæmt þegar menntamálaráðherra ákvað að styðja HÍ sérstaklega á sviði vísindarannsókna. En sú ráðstöfun er ekki eins rakin og frábær og hún ef til vill virðist vera við fyrstu sýn. Hún gengur nefnilega þvert á stefnumótun og uppbyggingu stjórnvalda á undanförnum árum. Sú þróun hefur m.a. getið af sér Háskólann í Reykjavík, á Bifröst og Listaháskóla Íslands. En hvert er vandamálið, gæti einhver spurt? Vandinn er að fjármagn til vísindarannsókna er best að setja í svokallaða samkeppnissjóði, sem stýrt er af fagnefndum. Vísindamenn hafa þá allir – sama við hvaða háskóla eða stofnun þeir starfa – sömu tækifæri til þess að sækja fé til rannsókna og þurfa jafnframt allir að undirgangast jafningjamat (peer review). Þetta á við á öllum sviðum vísinda, jafn raunvísinda sem hugvísinda. Ráðstöfun Þorgerðar Katrínar skekkir þessa mynd hins vegar verulega og er í raun óskiljanleg í ljósi þróunarinnar á háskólastigi og í vísindasamfélaginu. Með því að nýta ekki ótvíræða kosti samkeppnissjóðanna er menntamálaráðherra ekki að velja leiðina sem hámarkar samfélagsleg og efnahagsleg áhrif vísindarannsókna. Hún virðist hins vegar hafa ákveðið að feta veg meðalmennskunnar. Það er miður. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Vísindin efla alla dáð“ er ritað á vegginn fyrir ofan dyrnar að Hátíðarsal Háskóla Íslands. Flestir kunna hendinguna en fæstir líklega kvæðið allt eftir Jónas. Í því segir líka: „...tífaldar þakkir ber færa þeim, sem að guðdómseldinn skæra, vakið og glatt og verndað fá...“ Það er óhætt að segja að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur hafi verið færðar tífaldar þakkir fyrir að lofa Háskóla Íslands stórauknum fjárframlögum til rannsókna á næstu árum. Framlögum sem eiga að gefa skólanum kraftinn sem hann þarf til að lyfta sér til flugs áður en haldið verður uppá aldarafmæli hans. Og vissulega þurfti HÍ á stórauknum fjárframlögum að halda. Það hefur hann þurft í a.m.k. 15 ár; framlögum til kennslu og uppbyggingar í skóla þar sem nemendum hefur fjölgað gríðarlega, nýjar námsgreinar hafa verið teknar til kennslu og æ fleiri kjósa að bæta framhaldsnámi ofan á hina hefðbundnu fyrstu háskólagráðu. Það hefur lengi legið fyrir. Á það hefur ítrekað verið bent af stjórnmálamönnum og háskólafólki við litlar undirtektir stjórnvalda. Því var það óneitanlega fréttnæmt þegar menntamálaráðherra ákvað að styðja HÍ sérstaklega á sviði vísindarannsókna. En sú ráðstöfun er ekki eins rakin og frábær og hún ef til vill virðist vera við fyrstu sýn. Hún gengur nefnilega þvert á stefnumótun og uppbyggingu stjórnvalda á undanförnum árum. Sú þróun hefur m.a. getið af sér Háskólann í Reykjavík, á Bifröst og Listaháskóla Íslands. En hvert er vandamálið, gæti einhver spurt? Vandinn er að fjármagn til vísindarannsókna er best að setja í svokallaða samkeppnissjóði, sem stýrt er af fagnefndum. Vísindamenn hafa þá allir – sama við hvaða háskóla eða stofnun þeir starfa – sömu tækifæri til þess að sækja fé til rannsókna og þurfa jafnframt allir að undirgangast jafningjamat (peer review). Þetta á við á öllum sviðum vísinda, jafn raunvísinda sem hugvísinda. Ráðstöfun Þorgerðar Katrínar skekkir þessa mynd hins vegar verulega og er í raun óskiljanleg í ljósi þróunarinnar á háskólastigi og í vísindasamfélaginu. Með því að nýta ekki ótvíræða kosti samkeppnissjóðanna er menntamálaráðherra ekki að velja leiðina sem hámarkar samfélagsleg og efnahagsleg áhrif vísindarannsókna. Hún virðist hins vegar hafa ákveðið að feta veg meðalmennskunnar. Það er miður. Höfundur er alþingismaður.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun