Danske Bank skilaði besta uppgjöri í sögu sinni í gær. Þar á bæ treystu menn sér ekki til að færa upp væntingar til þess að færa upp væntingar til þessa árs. Það varð til þess að bréfin féllu í verði þrátt fyrir metuppgjör.
Carnegie sem um tíma var að hluta í eigu Íslendingar gerði Danske Bank einnig skrávæfu og stálu frá þeim einum þekktasta sérfræðings greiningardeildar bankans. Sá er ekki einn af Íslandsvinunum í bankanum, heldur helsti sérfræðingur þeirra í fyrirtækjum á borð við Mærsk og fleiri þungaviktar félög á danska markaðnum. Ekki er lækkunin rakin til þessa starfsmannaþjófnaðar enda þótt hann sé talinn högg fyrir greiningardeild Danske.
Einu lofað
Þeir bræður í Bakkavör kynntu uppgjör sítt í gær og var fátt óvæntra tíðinda. Þar gerðu menn grín að því að fyrirsjáanleg velgengni fyrirtækisins væri að verða nokkuð leiðigjörn. Bakkavör er að vanda á mikilli sigilingu og fer að verða klár í frekari vöxt. Þar á bæ gáfu menn út að árið framundan væri spennandi og tækifæri til sameinga á markaðnum í Bretlandi og spennandi vaxtartækifæri á meginlandi Evrópu og í Asíu. Í lok fundar hvatti forstjórinn Ágúst Guðmundsson gesti til að mæta á aðalfund félagsins, þar sem hann lofaði skemmtilegum ræðum þeirra bræðra. Óhætt er að binda vonir við það enda þeir bræður þekktir af því að standa við það sem þeir segja.