Grætt á friði og spekt 7. febrúar 2007 00:01 Janúar var eins og draumur í dós. Allt heppnaðist sem hugsast gat og maður bara farinn að undirbúa fríið í Florida með forstjórunum sem hópa sig eins og gæsir að hausti eftir ársuppgjörin og Viðskiptaþingið. Það verða áhyggjulausar stundir á sundlaugarbarminum meðan maður sýgur í sig D-vítamínið úr sólinni og gengur aðeins og B-vítamínið með sötrinu. Þetta eru dásamlegir tímar. Bankarnir allir búnir að skila toppuppgjörum og svo kaupir Glitnir fyrirtæki í Finnlandi. Með kaupunum opnar bankinn austurgluggann og fær starfstöð í Moskvu. Þetta finnska apparat var ekki gefið, en mun skila sér með því að bankinn nýti samböndin til að byggja ofan á, auk þess sem það má alltaf gera bisness með þessu ríka eignastýringarliði sem fylgir með í kaupunum. Sennilega er allt fullt af Nokia-Finnum í stokknum sem hafa ekkert vit á peningum, en unnu í finnska þjóðarhappdrættinu þegar Nokia steig upp úr stígvélunum og fór að framleiða farsíma. Það bjó til alveg hrúgu af ríkum Finnum. Sama og hér hefur gerst með Actavis, Bakkavör og bankana sem hafa búið til íslenska milljónamæringa, eins og mig. Ég hef alltaf kunnað vel við Finna og verið þeirrar skoðunar að það sé gott fyrir Íslendinga að gera bisness með þeim. Þeir eru stóískir eins og við. Vita að „alt går åt helvete til slut“ og eru ekkert að kippa sér upp yfir smáatriðum. Svo kunna þeir að drekka og taka það með svipuðu trompi og við. Þetta er hið besta mál og þar við bætist að þegar Glitnir er búinn að kaupa, þá rísa væntingarnar á markaðnum um að næstu taki til óspilltra málanna. Ég spái því að Straumur taki næst til hendinni. Uppgjörið kom á óvart og var miklu betra, en búast mátti við. Greinilega á betri leið en ég hélt og með hrikalega mikið ónýtt eigið fé sem þeir hljóta að koma í betri vinnu á næstunni. Sennilega eigum við samt eftir að fá krónuna í veikingu á árinu, þannig að það er vissara að vera á vaktinni, en ég get örugglega slappað af í blíðunni hjá Bush sem vonandi hættir þessari vitleysu með Íran. Það eru alltaf einhverjir sem græða á stríði, en það er miklu skemmtilegra að græða á friði og spekt. Svona er maður nú siðferðilega innstilltur þrátt fyrir allt. Ég nennti til dæmis ekki að láta Steve Forbes trufla meltinguna hjá mér undir einhverjum dýrindis málsverðinum. Ég átti meira en svo fyrir því, en mér fannst bara einhvern veginn betra að dekra við sjálfan mig heima við. Opna dýrindis rauðvín og spegla mig í aðdáunarfullum augum konunnar meðan spekin rann upp úr mér. Forbes gat ómögulega toppað það. Svo var það líka miklu ódýrara. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Janúar var eins og draumur í dós. Allt heppnaðist sem hugsast gat og maður bara farinn að undirbúa fríið í Florida með forstjórunum sem hópa sig eins og gæsir að hausti eftir ársuppgjörin og Viðskiptaþingið. Það verða áhyggjulausar stundir á sundlaugarbarminum meðan maður sýgur í sig D-vítamínið úr sólinni og gengur aðeins og B-vítamínið með sötrinu. Þetta eru dásamlegir tímar. Bankarnir allir búnir að skila toppuppgjörum og svo kaupir Glitnir fyrirtæki í Finnlandi. Með kaupunum opnar bankinn austurgluggann og fær starfstöð í Moskvu. Þetta finnska apparat var ekki gefið, en mun skila sér með því að bankinn nýti samböndin til að byggja ofan á, auk þess sem það má alltaf gera bisness með þessu ríka eignastýringarliði sem fylgir með í kaupunum. Sennilega er allt fullt af Nokia-Finnum í stokknum sem hafa ekkert vit á peningum, en unnu í finnska þjóðarhappdrættinu þegar Nokia steig upp úr stígvélunum og fór að framleiða farsíma. Það bjó til alveg hrúgu af ríkum Finnum. Sama og hér hefur gerst með Actavis, Bakkavör og bankana sem hafa búið til íslenska milljónamæringa, eins og mig. Ég hef alltaf kunnað vel við Finna og verið þeirrar skoðunar að það sé gott fyrir Íslendinga að gera bisness með þeim. Þeir eru stóískir eins og við. Vita að „alt går åt helvete til slut“ og eru ekkert að kippa sér upp yfir smáatriðum. Svo kunna þeir að drekka og taka það með svipuðu trompi og við. Þetta er hið besta mál og þar við bætist að þegar Glitnir er búinn að kaupa, þá rísa væntingarnar á markaðnum um að næstu taki til óspilltra málanna. Ég spái því að Straumur taki næst til hendinni. Uppgjörið kom á óvart og var miklu betra, en búast mátti við. Greinilega á betri leið en ég hélt og með hrikalega mikið ónýtt eigið fé sem þeir hljóta að koma í betri vinnu á næstunni. Sennilega eigum við samt eftir að fá krónuna í veikingu á árinu, þannig að það er vissara að vera á vaktinni, en ég get örugglega slappað af í blíðunni hjá Bush sem vonandi hættir þessari vitleysu með Íran. Það eru alltaf einhverjir sem græða á stríði, en það er miklu skemmtilegra að græða á friði og spekt. Svona er maður nú siðferðilega innstilltur þrátt fyrir allt. Ég nennti til dæmis ekki að láta Steve Forbes trufla meltinguna hjá mér undir einhverjum dýrindis málsverðinum. Ég átti meira en svo fyrir því, en mér fannst bara einhvern veginn betra að dekra við sjálfan mig heima við. Opna dýrindis rauðvín og spegla mig í aðdáunarfullum augum konunnar meðan spekin rann upp úr mér. Forbes gat ómögulega toppað það. Svo var það líka miklu ódýrara. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira