Spákaupmaðurinn... Exista í nýja deild 14. febrúar 2007 00:01 Ég er búinn að vera á algjöru flugi síðustu daga eftir að Exista keypti hlutinn í Sampo. Þetta minnir mig mest á þegar maður var búinn að átta sig á að Bjöggarnir ætluðu að taka kolkrabbann. Það byrjaði ósköp rólega. Þórður í Straumi fór að kaupa í Eimskip og svo Albert sem þá var hjá LSR. Þessir strákar voru búnir að lesa í stöðuna og vissu hvað klukkan sló. Svo fór allt af stað og nokkrum árum síðar eru allir sem stukku á lestina búnir að græða ógrynni fjár. Ég var með frá upphafi og nú er verið að stilla upp fyrir annan rússíbana. Ég sat því og reiknaði alla helgina og spáði í spilin. Íslendingar og Finnar munu líklega í sameiningu byggja upp leiðandi stöðu á norrænum fjármálamarkaði. Ég spái því að Nordea sé hið endanlega skotmark. Sampo mun reyna að taka hlut sænska ríkisins í Nordea. Björn Wahlroos er lykilmaðurinn. Takist Lýð og Existastrákunum að sannfæra karlinn um að fram undan sé gott partí, þá eru allir vegir færir. Kaupþing fer líklega í Storebrand og selur svo tryggingahlutann þar inn í Sampo eða Exista, eftir því hvað Lýður vill gera. Svo er spurningin hvað gerist hér heima. Menn gera sér grein fyrir því að til að ná sterkri stöðu í Nordea þá þurfa menn mikið afl. Hluthafahópar Kaupþings og Glitnis samanlagt hafa aflið sem þarf. Ég held að niðurstaðan verði sú að Kaupþing og Glitnir sameinist og sameinist síðan Nordea. Sampo, Exista, FL Group, Baugur og Mileston ásamt Gnúpi yrðu svo stórir hluthafar í stærsta banka á Norðurlöndum. Þetta er bjútifúl. Ég bar þetta undir einn um helgina sem var fullur efasemda. Varkára týpan sem hefur náttúrlega aldrei grætt neitt. Hann fór strax að tala um samkeppnislög. Landsbankinn ætlaði á sínum tíma að taka Glitni. Ég held að menn myndu einfaldlega selja útibúanet Kaupþings á Spron og komast þannig hjá hindrun af samkeppnislögum. Bjöggarnir voru búnir að reikna þetta út svona og Landsbankinn er með meiri markaðshlutdeild í viðskiptabankastarfsemi en Kaupþing. Þetta eða eitthvað í þessa veru mun keyra markaðinn áfram á árinu. Ef það gengur eftir er ný hraðlest að leggja af stað í íslensku viðskiptalífi og áfangastaðurinn er fjarlægari og stærri en okkur grunar. Þeir sem stýra lestinni eru allir á besta aldri og þeir sem taka sér far þurfa ekki að éta skófir í ellinni. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Ég er búinn að vera á algjöru flugi síðustu daga eftir að Exista keypti hlutinn í Sampo. Þetta minnir mig mest á þegar maður var búinn að átta sig á að Bjöggarnir ætluðu að taka kolkrabbann. Það byrjaði ósköp rólega. Þórður í Straumi fór að kaupa í Eimskip og svo Albert sem þá var hjá LSR. Þessir strákar voru búnir að lesa í stöðuna og vissu hvað klukkan sló. Svo fór allt af stað og nokkrum árum síðar eru allir sem stukku á lestina búnir að græða ógrynni fjár. Ég var með frá upphafi og nú er verið að stilla upp fyrir annan rússíbana. Ég sat því og reiknaði alla helgina og spáði í spilin. Íslendingar og Finnar munu líklega í sameiningu byggja upp leiðandi stöðu á norrænum fjármálamarkaði. Ég spái því að Nordea sé hið endanlega skotmark. Sampo mun reyna að taka hlut sænska ríkisins í Nordea. Björn Wahlroos er lykilmaðurinn. Takist Lýð og Existastrákunum að sannfæra karlinn um að fram undan sé gott partí, þá eru allir vegir færir. Kaupþing fer líklega í Storebrand og selur svo tryggingahlutann þar inn í Sampo eða Exista, eftir því hvað Lýður vill gera. Svo er spurningin hvað gerist hér heima. Menn gera sér grein fyrir því að til að ná sterkri stöðu í Nordea þá þurfa menn mikið afl. Hluthafahópar Kaupþings og Glitnis samanlagt hafa aflið sem þarf. Ég held að niðurstaðan verði sú að Kaupþing og Glitnir sameinist og sameinist síðan Nordea. Sampo, Exista, FL Group, Baugur og Mileston ásamt Gnúpi yrðu svo stórir hluthafar í stærsta banka á Norðurlöndum. Þetta er bjútifúl. Ég bar þetta undir einn um helgina sem var fullur efasemda. Varkára týpan sem hefur náttúrlega aldrei grætt neitt. Hann fór strax að tala um samkeppnislög. Landsbankinn ætlaði á sínum tíma að taka Glitni. Ég held að menn myndu einfaldlega selja útibúanet Kaupþings á Spron og komast þannig hjá hindrun af samkeppnislögum. Bjöggarnir voru búnir að reikna þetta út svona og Landsbankinn er með meiri markaðshlutdeild í viðskiptabankastarfsemi en Kaupþing. Þetta eða eitthvað í þessa veru mun keyra markaðinn áfram á árinu. Ef það gengur eftir er ný hraðlest að leggja af stað í íslensku viðskiptalífi og áfangastaðurinn er fjarlægari og stærri en okkur grunar. Þeir sem stýra lestinni eru allir á besta aldri og þeir sem taka sér far þurfa ekki að éta skófir í ellinni. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira